Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 44
10 heimili Helgin 12.-14. október 2012 Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. H alldór Hjálmarsson húsgagnaarkitekt hann-aði stóllinn SKATA árið 1959. Stóllinn átti því 50 ára afmæli árið 2009. Tilvísun forms- ins í fiskitegundina Skötu er augljós og þjóðleg en fleira kemur til. Enskt heiti skötu er „Ray“ en það voru einmitt hjónin Charles og Ray Eames sem voru frum- kvöðlar formbeygðra stóla. Hér er því einnig tilvísun í nafnið Ray. Formbeygðir stólar virðast ein- faldir, ein skel, einhverskonar fætur og úr verður stóll. Auðvitað er þessu ekki svo farið. Það tók hönnuði og verkfræðinga áratugi að finna ásætt- anlega aðferð til að gera formbeygðan stól. Mótið sem stóllinn er beygður í er flókin og nákvæm smíði. Því er aðdáunarvert að Halldór skyldi leggja í að smíða slíkt mót, það hlýtur að hafa tekið á og kostað miklar vangaveltur. Hugvitsamlega hönnuð festing fóta undir skelina á sér sennilega ekki hlið- stæðu – engin skrúfa eða hlíf til að hylja festingar – einungis ein falleg festing úr mjúku gúmmíi. Allir hlutar stólsins, formbeygð skelin, fætur og gúmmí- festingar voru smíðaðir hér heima. Stóllinn SKATA var framleiddur frá 1959 til 1973. Þá lagðist fram- leiðslan af og því miður mun mótið hafa glatast. Það hefði verið mikil fengur fyrir Hönnunarsafnið að eignast það. SKATA gekk í endurnýjun lífdaga þegar Sólóhúsgögn hófu smíði hennar á ný árið 2007. Þar er hún framleidd í nokkrum viðartegundum og litum. Í tilefni afmælisins voru smíðuð 50 tölusett eintök sem seld eru hjá Hönnunarsafni Íslands. Halldór Hjálmarsson (1927-2010) lærði húsgagnasmíði á smíðastofu föður síns í Reykjavík. Hann nam húsgagnahönnun við listiðnaðarskólann í Kaupmanna- höfn 1953-1956 og voru lærifeður hans Poul Kjærholm, Hans J. Wegner og Axel Bender Madsen. Að loknu námi stofnaði hann sitt eigið húsgagna- fyrirtæki en vann auk þess hjá Húsameistara Reykjavíkur. Hús- gögn Halldórs voru afar fínleg. Meðal verka hans eru innrétting- arnar á kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg. Sturla Már Jónsson – honnunoghlutir. blogspot.com H eima hjá mér eru öll herbergi uppáhalds en borðstofan er sérstaklega í uppáhaldi, því hún er eitthvað svo snyrtileg akk-úrat núna. Á þessum stað er líka góður andi. Líklega kemur hann frá sérsmíðaða tekkskápnum sem prýðir borðstofuna en hann hefur verið á sínum stað í meira en 50 ár. Þar sem vinnuherbergið mitt er ekki alveg tilbúið sit ég oft þarna með tölvuna eða dagbókina mína og skipulegg næstu skref í leik og starfi,“ segir Marta María Jónas- dóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is og ritstýra Smartlands. „Borðstofuborðið er gamalt úr palesander-viði. Ég var búin að láta mig dreyma um það lengi þegar það varð mitt. Vinkona mín keypti það í Góða hirðinum fyrir nokkrum árum og ég lét hana vita af því strax að ef og þegar hún yrði leið á því myndi ég gjarnan vilja kaupa það af henni. Einn góðan veðurdag hringdi hún og sagði að ég mætti sækja borðið. Þegar við fluttum í vor var ég efins um að borðið myndi passa í þetta horn því ég varð hrædd um að þetta yrði allsherjar viðar-fyllirí ef ég myndi blanda saman tekki og palesander. Um leið og borðið lenti hjá tekkinu sá ég að þessi sambúð yrði góð. Við borðið er ég með bleikar sjöur úr Epal og Eames-stóla úr Pennanum, ásamt einum svörtum maur eftir Arne Jacobsen,“ segir Marta María. Fyrir ofan borðið hanga tvö PH- ljós. „Við erum búin að eiga þessi ljós í mörg ár en lengi vel voru þau á sitt hvorum staðnum, eitt í borðstof- unni og hitt í stofunni. Mér finnst þessi ljós fara afar vel saman tvö í hóp. Lagið á þeim er klassískt og fallegt og tónar niður hippafílinginn sem fylgir palesandernum.“ Mörtu Maríu finnst gaman að raða saman ólíkum efnum, litum og stíl. „Við vinkonurnar köllum þenn- an stíl retró-glamúr enda finnst mér gyllt og bleikt passa við allt. Ég get ekkert að þessu gert, ég hef alltaf verið svona,“ segir hún og brosir. Undir borðinu er svarthvít motta úr IKEA en mottan hefur verið ákaf- lega áberandi í erlendum hönnunartímaritum síðustu misseri. „Þessi motta er svolítið eins og bleiku sjöurnar og pallíettupúðarnir mínir, hún passar við allt. Ég hef séð þessa mottu á mjög mínimalískum heimilum og líka hjá fólki með franskan sveitastíl og hún er alltaf jafn falleg.“ Kolbrún Pálsdóttir kolbrun@frettatiminn.is  Hönnun Íslensk Húsgögn Skatan orðin klassísk Hinn rúmlega hálfrar aldar gamli stóll Halldórs Hjálmarssonar, Skata, er orðin klassísk, íslensk hönnun. Framleiðsla stólanna hófst að nýju fyrir fimm árum en þá höfðu þeir verið ófáanlegt um rúmlega þriggja áratuga skeið.  Heimili marta marÍa notar borðstofuna sem vinnuHerbergi Bleikar sjöur í borðstofunni Marta María flutti í vor og er ánægð með útkomuna á nýja staðnum. Ljósmynd Hari Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Bona Sprey Moppan Nýtt á Íslandi Gólfefnaval ehf • Vatnagarðar 14 • 104 Reykjavík • Sími 517 8000 Auðvelt að fylla á. Rétt blönduð sápa. Skilur ekki eftir ský á gólfi. Hentar öllum gerðum af viðargólfum, flísum og gólfdúkum. Takmarkar vatn á parketi. Umhverfisvænt. Ofnæmisprófað. Yfir 1.500.000 stk seld í USA. • • • • • • • •
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.