Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 47
Hjarðmenn hins holdlega krafts
M
Með réttu hefðu meðlimir hljómsveitar-
innar átt að fara að sofa um það leyti
sem tónleikarnir hófust, klukkan ellefu
að kvöldi. Þeir höfðu enda á orði í upp-
hafsatriði sínu, í lagi strax á eftir kynn-
ingarlaginu, að um lokalag væri að ræða.
Þeir væru orðnir þreyttir og því væri mál
að ganga til náða. Að því loknu myrkvaðist
svið glæsihallarinnar Hörpu en við fyrstu
ljósglætu örskömmu síðar upphófust
rokktónleikar af kröftugustu gerð. Hljóm-
sveit allra landsmanna og hjarðmenn hins
holdlega krafts stóðu svo sannarlega undir
nafni. Stuðmenn, sem byrjuðu brall sitt
í Norðurkjallara MH fyrir árshátíð 1969,
hafa sennilega aldrei verið betri en nú,
þótt sextugir séu – eða þar um bil. Magn-
aður kraftur þessarar eilífu unglinga-
hljómsveitar kom glögglega í ljós á fernum
tónleikum um síðustu helgi.
Syfja var víðs fjarri, stuðið réð ríkjum
á sviðinu ekki síður en á menntaskólaár-
unum þegar pistilskrifarinn var samtíða
forkólfum hljómsveitarinnar. Síðan hef ég
fylgst með löngum ferli hennar, hléum og
endurlífgunum. Full mikið er sagt að hún
sé ódrepandi en lífseig er hún og varla á
aðrar grúppur íslenskrar poppsögu hallað
þótt því sé haldið fram að Stuðmenn
séu vinsælasta hljómsveit landsins,
fyrr og síðar, hæfileikabúnt sem
stöðugt bætir sig.
Kvikmynd Stuðmanna frá
árinu 1982, Með allt á hreinu,
skaut hljóm-
sveitinni
eftir-
minni-
lega í það
toppsæti
sem hljóm-
sveitin hefur
haldið síðan: Nú,
þrjátíu árum
síðar, er hvorki
lát á sígildum
lögum hljóm-
sveitarinnar
né tónlistar-
mönnunum
sjálfum og
ferskleika
þeirra.
Um það
geta þær
þúsundir
manna
vitnað sem
sóttu tónleika
Stuðmanna
um helgina.
Tónleikarnir
voru helgaðir
téðri kvikmynd.
Hún sló öll
aðsóknarmet á sínum tíma og enn horfa
ungir og aldnir á hana í heimahúsum, sér
til andlegrar upplyftingar. Frægir frasar
úr kvikmyndinni eru ekki síður á vörum
ungs fólks en þeirra sem eldri eru: „Það
verður engin fjandans rúta, það verður
langferðabíll.“ Jafnvel sígildir málshættir
breyttust varanlega: „Þú einblínir alltaf á
flísina en tekur ekki notice af bjálkanum.“
Skyggnilýsingar hafa vart borið sitt barr
eftir miðlun rótara hljómsveitarinar,
Dúdda, í meðförum Eggerts Þorleifssonar,
þar sem fleira kom fram en framliðnar
persónur: „Svo er hér að lokum blátt reið-
hjól. Kannast einhver við það? Lásinn er...
humm... lásinn er inn út, inn inn út. Ég
endurtek, inn út, inn inn út. Kannast ein-
hver við það? Nei, það kannast enginn við
það hér.“
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleik-
stjóri leyfði Stuðmönnum – og keppi-
nautum þeirra í Gærunum (hin fornfræga
kvennahljómsveit Grýlurnar) að leika
af fingrum fram. Ærslin og gleðin við
tökurnar skína í gegn. Slíkt verður varla
endurtekið. Tónlistin er síðan kapítuli út af
fyrir sig, hver melódían á fætur annarri er
afrakstur þessa frjóa tímabils.
Nýjar kynslóðir hafa tekið kvikmynd-
inni fagnandi þótt full langt hafi kannski
verið gengið um árið þegar vídeóspóla
fylgdi hverjum seldum pylsupakka í Bón-
us. Þannig fer maður ekki með bestu syni
og dætur þjóðarinnar.
Betra er að nefna rétti eftir skrautleg-
um karakterum myndarinnar. Nú má til
dæmis velja hamborgarann Sigurjón digra
á Hamborgarafabrikku þeirra Simma og
Jóa. Þann skapstygga húsvörð og gólf-
bónara túlkaði Flosi heitinn Ólafsson
með fágætum tilþrifum. Astraltertukubb
má enn fremur fá hjá Tertugalleríi sama
staðar, karamellutertu með pekanhnetum,
valhnetum, mjólkursúkkulaði og hvítu
súkkulaði. Trúlega er það bragðbetri upp-
skrift en astraltertugubb það sem boðið
var upp á í myndinni góðu þar sem úfó bar
við himin og líktist ótrúlega jarðnesku
fellihýsi. Stuðmenn hefðu tekið mynd af
þeim fljúgandi diski en þeir höfðu engan
kubb. Börn nútímans – og jafnvel þeir sem
fullorðnir eru – þekkja ekki lengur kubb
þeirrar gerðar. Það þarf að leita til jafn-
aldra Stuðmanna svo menn átti sig á flas-
skubbum instamatic-myndavéla þess tíma.
Það var svolítil kaupstaðarlykt í loftinu á
síðari tónleikum Stuðmanna á föstudags-
kvöld. Af tómri tilhlökkun hafði hluti tón-
leikagestanna ekki getað hamið sig. Það
kom þó ekki að sök á því svæði sem við
hjónakornin sátum. Menn voru bara glað-
ir, dönsuðu og sungu með þessum hjarð-
mönnum hins holdlega krafts. Einn gestur
sat að vísu eftir í hléi, tveimur til þremur
bekkjum fyrir aftan okkur, en hvað með
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
11. - 13. okt.
það. Hann sofnaði áreiðanlega
hamingjusamur undir taktföstum
slætti lagsins, Draumur okkar
beggja, sem stofnendur Stuð-
manna, Valgeir Guðjónsson og
Jakob Frímann Magnússon, suðu
saman í fyrrnefndum Norðurkjall-
ara árið 1969.
Engan sáum við æla og
heyrðum heldur ekki sögur af
slíku, ólíkt því sem tónlistar-
páfinn doktor Gunni hafði eftir
einhverjum á síðu sinni, þar sem
sagði meðal annars um tónleikana
sem við sátum þetta kvöld og
haustnótt: „Nokkrar sögur heyrði
ég af uppköstum gesta; bæði áttu
þeir fyllstu að hafa gubbað á bak
annarra gesta og líka var ælt fram
af svölum á óheppna hátíðargesti
fyrir neðan. Nokkrir skiluðu sér
ekki inn aftur eftir hlé, heldur
röngluðu ofurölvi um ganga og
héldu kannski að þeir væru ennþá
í Atlavík 1984.“
Þar vísar doktorinn í alræmda
samkomu austur á Héraði þar
sem ekki ófrægari maður en bítill-
inn Ringo Starr var gestur Stuð-
manna – og drakk víst eðalkoníak
og blandaði með kóki. Dr. Gunni
hefur að vísu þann fyrirvara í
lok frásagnar sinnar að hann
hafi ekki verið á þessum tilteknu
hljómleikum Stuðmanna, heldur
öðrum, og því megi vel vera að
atburðalýsing sé vel ýkt.
Hugsanleg æla, jafnvel astral-
tertugubb í Hörpu, breytir þó
engu um frammistöðu Stuð-
manna. Þeir voru frábærir. Það
verður stuð á fimmtugsafmæli
unglingahljómsveitarinnar eftir
örfá ár, hvort heldur hún var form-
lega stofnuð í Norðurkjallara MH
það sæla ár 1969 eða ári síðar.
Helgin 12.-14. október 2012 viðhorf 35