Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 48

Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 48
 Veisla Friðrik Valur karlsson eldar hreindýr og Fleira Ofn- bakaður hreindýra- vöðvi með bláberjasósu fyrir 4 til 6 manns 800 til 1000 gr hreindýra innanlæris- vöðvi 4 til 5 greinar ferskt blóðberg (timjan) 4 til 5 greinar rósmarin 10 blöð salvia 1 ½ dl jómfrúar ólífuolía 5 einiber 1 L villibráðasoð 30 gr aðalbláber (frosin í sykri ) 1 dl balsamico edik ½ flaska rauðvín 1 laukur (saxaður) ½ gulrót (söxuð) 1 lárviðarlauf 150 gr smjör Aðferð Hreinsið kryddjurtirnar af stilkunum (geymið stilkana) og merjið ásamt olíunni og einiberjunum í morteli þar til allt er orðið að mauki. Baðið þá vöðvann í maukinu og setjið í lokað ílát sem geymt er í kæli yfir nótt, gott er að snúa vöðvanum nokkrum sinnum á þessum tíma og nudda maukinu vel inn í kjótið. Brúnið kjötið vel á pönnu, kryddið með salti og pipar. Komið fyrir á ofnskúffu og eldið í ofni í u.þ.b. 18 til 20 mínútur. Látið vöðvann standa í 4 til 6 mínútur áður en hann er skorinn. Sósan Mýkið laukinn og gulræturnar í 2 msk af smjörinu, bætið lárviðarlaufinu, kryddjurtastilkunum og rauðvíninu út í og sjóðið hægt niður um helming áður en edikinu er bætt saman við og síðan soðinu. Sjóðið áfram niður um helming og þá er soðið sigtað og jafnað ef með þarf. Bláberin eru síðan sett út í og soðið vel og hrært í á meðan þannig að berin merjist og gefi bragð í sósuna. Að lokum er smjörinu hrært út í og sósan látin standa í smá stund áður en rétturinn er borinn fram. Villibráðarsúpa með maltöli og mysingi Fyrir 4 manns 1 l villisoð (af gæs,hreindýri og rjúpu ) 1 kvistur rósmarin 1 til 2 bl salvia 1 til 2 einiber 1 kvistur timjan 1 dós mysingur 1 fl maltöl 1 dl rjómi Salt og pipar Aðferð: Sjóðið soðið og kryddin í 30 mínútur við meðal hita eða þangað til að soðið hefur minnkað um helming. Þá er maltinu og rjómanum hellt út í og soðið í aðrar 30 mínútur. Bætið mysingnum út í og smakkið til með salti, pipar og hugsan- lega hunangi. Súpan má vera kraftmikil. Hreindýratartar með klettasalati Fyrir 4 120 gr hreindýravöðvi 1 eggjarauða 1 msk saxað timjan 1 msk söxuð steinselja 1 msk saxaður laukur Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar 2 msk þeyttur rjómi 2 ristaðar brauðsneiðar 1 pakki klettasalat Lime safi Ólífuolía Aðferð Saxið kjötið vel með beittum hníf með stóru blaði. Setjið í skál og blandið öllu varlega saman, rjómanum síðast. Stingið brauðið út með hringformi og mótið kjötblönduna ofan í rörið og þjappið létt. Fjarlægið rörið og skreytið með kletta- salati sem búið er að baða í limesafa og ólífuolíu. Grafinn hreindýravöðvi Fyrir 4 120 gr hreindýravöðvi 1 msk jómfrúarólífuolía 2 msk saxað timjan 2 msk söxuð oregano 2 msk saxað rósmarín 2 msk saxaður graslaukur Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar Aðferð: Saxið kryddjurtirnar vel, penslið kjötið með olíunni, saltið og piprið áður en vöðvinn er hulinn vel með kryddjurtunum, settur í lokað ílát og geymdur yfir nótt. Skerið vöðvann í þunnar sneiðar og berið fram með salati, sultu og ristuðu brauði. Villibráð að hætti Friðriks V Friðrik Valur Karlsson opnaði nýverið veitingastaðinn Friðrik V á Laugavegi 60. Þar eldar hann léttan hádegisverð á þriðjudögum til föstudaga og býður fólki upp á óvissuferð úr eldhúsinu að kvöldi þriðjudags til laugardags. Nú er hrein- dýraveiðitímabilið nýafstaðið og Friðrik lumar á góðum uppskriftum til að elda þetta ágæta kjöt. Hann deilir hér nokkrum þeirra með lesendum Fréttatímans. Friðrik Valur Karlsson kann tökin við að elda hreindýr, rétt eins og annan mat. 36 villibráð Helgin 12.-14. október 2012 Októberfest er árleg bjórhátíð sem haldin er í München í Þýskalandi. Árlega sækja yfir sex milljónir gesta hátíðina og er hún fjölmennasta hátíð í heimi. Bjór er í hávegum hafður á Októberfest og drekka gestirnir hátt í sjö milljónir lítra á meðan hátíðinni stendur. Brugghúsin í München brugga sérstakan Októberfest-bjór sem inniheldur hærra áfengismagn (yfir sex prósent) en hinn hefðbundni bjór þeirra. Það eru alls sex þýsk brugghús sem brugga hinn opinbera Október- fest-bjór. Þau eru Augustiner-Bräu, Hacker-Pschorr Bräu, Löwenbräu, Paulaner-Bråu, Spatenbräu og Hof- bräu-München. Aðeins einn þessara bjóra er fáanlegur í Vínbúðunum hér á landi í ár; Löwenbräu Oktoberfestbier sem er bruggaður í München og flutt- ur til landsins. Hann verður til sölu í hálfs lítra dósum fram til 3. nóvember næstkomandi og gefst landsmönnum því tækifæri til að fá smá nasasjón af þessari einstöku hátíð. Löwenbräu Oktoberfest er 6,1 prósent. Þrátt fyrir góðan styrkleika er hann sætur, með lítilli beiskju og meðalfyllingu. Best er bera hann fram vel kældan og ekki er verra ef það er í stórri bjórkrús. Hefðbundni Löwenbräu-bjórinn er mörgum Íslendingum að góðu kunnur enda var hann einn af þeim bjórum sem fóru í sölu hér á landi á bjórdaginn, 1. mars 1989. Þá var hann bruggaður af Sanitas á Akureyri en nú er Löwenbräu fluttur inn beint frá München þar sem hann hefur verið bruggaður síðan árið 1383. Hefð- bundni Löwenbräu-bjórinn er 5,2 pró- sent að styrkleika, ljósgullinn, með léttri fyllingu, þurr en ferskur og með lítilli beiskju. Löwenbräu kom aftur í sölu í Vín- búðirnar sumarið 2011 eftir árs hlé og hefur síðan notið síaukinna vinsælda. Samkvæmt upplýsingum frá innflytj- anda hans hefur salan margfaldast á þessu rúma ári síðan hann kom aftur í hillur Vínbúðanna.  Þýski bjórinn löwenbräu nýtur síVaxandi Vinsælda á íslandi Alvöru Októberfest-bjór í Vínbúðunum Löwenbräu Oktoberfest er eini alvöru Október- fest-bjórinn sem er til sölu í Vínbúðunum. Lj ós m yn di r/ H ar i

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.