Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 66

Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 66
P ierce Brosnan og Trine Dyrholm þykja fara á kost-um í Den skaldede frisør en myndinni er lýst sem skemmti- legum og ljúfsárum bræðingi kærleika og hlýju með slettu af fáránleika og góðu gríni. Í fljótu bragði mætti halda að söguþráður myndarinnar sé ljósrit af Mamma Mia! þar sem Brosnan lét einnig til sín taka. Tvær ólíkar fjölskyld- ur hittast í gamalli villu á Ítalíu í tilefni brúðkaups ungs pars og þótt allt sé skipulagt í þaula fer vitaskuld ekkert eftir áætlun. Hér sleppir síðan samanburðin- um við Abba-söngleikinn og Bier spinnur skemmtilega sögu um hárgreiðslukonu sem misst hefur hárið í krabbameinsmeðferð. Til að bæta gráu ofan á svart kemst hún að því að eiginmaður hennar hefur haldið fram hjá henni. Hún heldur til Ítalíu til þess að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar. Þar hittir hún bitran ekkjumann sem kennir heiminum um dauða konu sinnar og með þeim tekst náin vinátta. Susanne Bier þykir einn besti leikstjóri Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Hún vakti fyrst verulega athygli með rómantísku gamanmyndinni Den Eneste Ene fyrir þrettán árum. Myndin naut mikilla vinsælda í heimalandi hennar og víðar. Hævnen aflaði Bier síðan heimsfrægðar en fyrir hana hlaut hún bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina í fyrra. 54 bíó Helgin 12.-14. október 2012 xxxxx  Rómantískt gaman nýjasta mynd susanne BieR Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is H E LGA R BL A Ð  FRumsýndaR Jake Gyllenhaal og Michael Peña leika lög- regufélaga og góða vini sem komast í The End of Watch. Þeir komast í hann krappan þegar þeir storka glæpahyski sem telur ekki eftir sér að ganga milli bols og höfuðs á afskiptasömum laganna vörðum. Við venjubundið um- ferðareftirlit finna þeir Brian og Mike skotvopn og peninga í eigu glæpaklíku. Þeir gera góssið, lögum samkvæmt upptækt, en það á eftir að draga dilk á eftir sér þar sem glæpalýðurinn hyggur á hefndir. Lífsháski við skyldustörf Brian og Mike komast í klandur við skyldustörf.  í Bíó tvæR íslenskaR Hjartahreinn prestur og hrátt ofbeldi Tvær íslenskar kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær eru eins ólíkar og hugsast getur. Önnur er heimildarmynd um íslenskan sveitaprest en hin ofbeldisfull hasarmynd um mansal og annan undirheimaviðbjóð. Hreint hjarta var valin besta heimildar- myndin á Skjaldborgarhátíðinni í ár en í henni kynnir Grímur Hákonarson áhorfend- ur fyrir Kristni Ágústi Friðfinnssyni, sem verið hefur prestur á Selfossi og nágrenni í tuttugu ár. Hann er litríkur maður sem er ekkert óviðkomandi þegar kemur að prests- þjónustunni. Áhorfendur fá að kynnast mann- inum á bak við hempuna og þeim fjölmörgu störfum sem prestar vinna en eru ekki sýnileg. Blóðhefnd fjallar um ungan mann, Trausta, sem kemur heim eftir áralanga fjarveru. Hann kemst að því bróðir hans er flæktur í mansalshring og það brölt á eftir að koma harkalega niður á fjölskyldunni. Þá grípur Trausti til sinna ráða og leitar grimmilegra hefnda um leið og hann reynir að bjarga ungri konu úr ánauð. Trausti gefur ekkert eftir og sveiflar kylf- unni af krafti í Blóðhefnd. Susanne Bier og sköllótt hárgreiðslukona Pierce Brosnan og Trine Dyrholm finna sálufélaga hvort í öðru á Ítalíu. Danski leikstjórinn og óskarsverðlaunahafinn Susanne Bier gerði góða ferð til Íslands á dögunum þegar hún tók við heið- ursverðlaunum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Nýjasta mynd hennar Den skaldede frisør, eða Love Is All You Need, var sýnd á hátíðinni við slíkar vinsældir að færri komust að en vildu. Myndin er nú komin í almennar sýningar en í henni teflir Bier fram sjálfum Pierce Brosnan á móti Trine Dyrholm.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.