Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1925, Page 14

Læknablaðið - 01.07.1925, Page 14
cj6 LÆKNABLAÐIÐ íbúar Tunis, Frakkar og Gyöingar, sem ekki stunda kvikfjárrækt, fá stöku sinnum suílaveiki, og þá jafnt karlar og konur (Devé). I Ástralíu og Argentínu er kvikfjárrækt stunduö eingöngu vegna kjöt- framleiðslu og því sennilega ekki fært frá, og verða því afskifti karl- manna af fénu tiltölulega meiri en kvenfólksins. F. Devé (i Ech. en Tunisie) kemst svo aö oröi: „Því má slá föstu, að kindur taki ekki beinan þátt í smitun manna“, þar á hann að vísu viö aö ekki stafi nein hætta af kindakjötsáti eöa þ. h. (því hafði nýlega veriö haldið fram af próf. Lozano í Saragossa), og er þaö rjett, hvað því viö víkur, en lengra nær þaö heldur ekki. Þannig er þá aöalsmitunarmátinn, að tæniueggin festast í ull kvíaánna og berast af þeim á mjaltakonuriiar, o. s. frv. Náttúrlega berast egg líka meö hundum (hanga í hundsbelgnum, en ekki á tungunni, Devé), en þeir eru svo miklu færri en kindurnar, svo þess gætir ekki svo mikið. í þur- heyi má líka gera ráö fyrir, að þau slæðist meö, en hvorutveggja þetta hefir minni þvðingu og kemur jafnt niöur á körlum og konum. Fjárgeymsla aö vetrarlagi er aftur á móti ekki svo hættuleg, því bæði er síöur hætt viö að tæniueggin dreifist mikið í frosti og kuldurn, og svo eru lífsskil- yrðin verri fyrir tæniueggin, svo aö þau verða skammlífari. Dr. Jónas Jónassen getur þess í „Echinokokksygdommen", að Þorgrim- ur Johnsen segi frá því í skýrslu 1870, að vafi geti leikið á, hvort hund- ar séu eina upphafið að sullaveiki, og færir þar sem dæmi, að fyrirrenn- ari hans, Skúli Thorarensen (læknir í Rangárvallasýslu frá 1834—1869) hafi aldrei, allan sinn embættistíma séð sullaveikan mann úr Þykkva- bænum, og sé þó hundahald og sóðaskapur síst minni þar en annars- staðar í umdæminu, og basl mikið. Við þessu segir dr. Jónassen: „Þetta lítur að vísu einkennilega út, en við nánari athugun er svo langt frá, að það styrki skoðun kollega míns, að það bendir þvert á móti í mótsetta átt. Þykkvibær er umflotin eyja í Þverá, þar er nú (1882) 500 fjár, (en að eins nokkurn hluta ársins), íbúar eru að eins 270. Og þar nú hund- arnir vafalaust fá i sig t. e. viö að gleypa kindarsulli, þá tel eg sennilegt, að hundar í þeim sveitum, sem lxtið er um kindur í, séu ekki eins miklir tæniu-berar og annarstaðar. Frá þessu sjónarmiði verður skiljan- legt, að lítt verði vart við sullaveikt fólk þarna.“ Eg hefi talað um þetta við Guðmund Guðfinnsson lækni. Var hann 12 ár (1911—23) læknir Rangæinga, og hefir hann sömu sögu að segja. Hann sá aldrei sullaveikan mann úr Þykkvabænum.* Þetta er athugavert. Það, senx dr. Jónassen segir um lifsferil t. e., er náttúrlega laukrétt. En sínum augurn lítur hver á silfrið. Þykkvibær er enn sem fyr umflotin eyja, íbúar um 300, og kindahald ekki mikið. Féð er því sent á land upp strax og vora tekur. Þar hefir aldrei verið fært frá. Hundar smitast ekki, þótt þeir gangi með kindum, þeir smitast á haustin i sláturtíð. Bæði fyr og nú hefir það verið svo, og fé hefir verið slátrað í Þykkvabænunx eins og annars staðar, þó kanske nokkru minna. Hundar gátu þvi snxitast. * Jón Hj. Sigurðsson (héraðslæknir í Rangárhéraði 1907—’ii) minnist ekki held- ur að hafa séð sullaveikt fólk úr Þykkvab?enum, en þorir þó ekki að fullyrða neitt um það.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.