Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Síða 26

Læknablaðið - 01.07.1925, Síða 26
io6 LÆICNABLAÐIÐ þegar veriö vaniö af. En þó aö þessu sé nú svona varið, fanst mér samt réttara aö skifta tímalengdinni niöur, því aö ])aö gefur betri hugmynd um hið rétta, en hitt, aö aö eins væri greint frá því hve mörg börn heföu veriö lögð á brjóst. — í VIII. dálki eru börn þau er allaitement mixte fengu, og eru þau líka flokkuð eftir aldri. — í IX. dálki eru öll brjóst- börnin, og er þeirn þar skift í flokka eftir lífsstöðu foreldra. — IX. dálki eru svo pelabörnin, og er þeim líka skift eftir atvinnu foreklra. Af börn- unum hafa þá veriö lögö á brjóst 76.35%, en pela hafa fengiö frá fæö- ingu 23.65%. (Hundraðstalan er reilcnuð frá 774, vegna þess að 26 böru íalla burt þar eð næring þeirra var ekki nefnd; voru þau ýrnist and- vana fædd, dóu skömnnt eftir fæöingu eða þá aö gleymst hafði aö skýra frá fæðunni. Við útreikninginn hefi eg slept minni brotunum). Flest barn- anna eru úr sjó- og verkamannastétt (I. fl.) 43% og úr bændastétt 43.6% (II. fl.) ; úr iðnaðar- og verslunarmannastétt (III. fl.) eru 8%, en úr kaup- manna- og embættismannastétt (IV. fl.) eru að eins 3.2%. Á því, hve tnargar mæöur leggja börn sín á brjóst, er mjög lítill munur milli stétt- anna innbyrðis (I. fl. 75.6%, II. fl. 77.8%, III. fl. 72.58%, IV. fl. 72%). Tveir síöasttaldir flokkar eru að sönnu of fámennir til þess að hægt sé að treysta tölunum alveg. — Fróðir menn í ýmsum löndum ætla, að með dugnaði og lægni gætu 60—80—go% (nokkuð misjafnt eftir lífsstööu, kyn- flokki og dvalarlandi) mæöra fætt börn sín nægilega á brjóstamjólk einni í 4—5 fyrstu vikurnar, og aö 60—70% gætu fætt þau að öllu leyti en 15—25% að nokkru leyti fyrsta misseriö; aö eins í fáum tilfellum sé lactation svo lítil, að henni sé, praktiskt, lokið á 3. og 4. mánuði. Leiöin- legt er aö samrannsóknaskýrslurnar skuli ekki hafa verið, að minsta kosti, svo úr garöi gerðar, að hægt heföi verið að fá nokkurn veginn vissu um hvernig þessu væri háttað hér á landi. Þær sýna, aö 62.79% mæðra hafa fætt börnin á brjóstamjólk fyrstu vikurnar, en að að eins 46% hafi fætt þau að öllu leyti og 6.8% að nokkru Ieyti á 3.—6. mán. aldri, og er það líklega of lágt talið. — 1 XI. dálki eru taldar ástæðurnar til þess, að börn- in voru ekki lögð á brjóst. Sýnir það sig, aö hypogalakti er talin í 8.5% tilfellum og er líkast nokkuð rétt, það sem það nær. Viljaleysi móður er talið orsök i 2.7% ti'.fellum (Siglufjörður er hæstur í þeim flokki með 25%, næstur Eyrarbakki með 23%), og er það of lágt reiknað, því til þessa flokks ætti að nrega telja holubrjóstin, þau tilíelli flest, er barnið ekki vildi taka brjóstið, nokkuö af brjóstameinunum og líklega vænan skerf af veikindum móður. 1 XII. dálki eru ástæðurnar fyrir því, að barnið var tekið af brjósti, áður en það varð misseris gamalt. Vantar svo mikið í þann flokk, að lítið er á honum byggjandi. Hypogalakti 10.46% er sennilega of lág tala. I 1.5% tilfellum eru börnin tekin af Hrjósti, vegna þess, að þau ekki þola brjóstamjólkina. Þetta er há tala, og er slæmt að læknar skuli verða til að stuðla að slíku. í XIII.—X\rIII. dálki eru skráð börn þau, er sýktust, dóu og þau er heilsugóð voru, er skýrslan var samin, en þar með hefi eg talið börn þau, er enginn kvilli er nefnd- ur hjá, og svo þau, er ætla má eftir skýrslunum að að eins hafi verið veik stuttan tíma (kvef, létt dyspepsia o. fl.). Á þennan hluta skýrslnanna er annars lítið sem ekkert treystandi. Tölurnar sennilega allflestar rangar. Eg hefi því líka slept þvi, að nefna sjúkdómana, vegna þess, hve óáreiðan- legur kafli þessi er; rannsókn lækna hefir ekki látið þar frekar til sín

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.