Læknablaðið - 01.07.1925, Qupperneq 34
U4
LÆKNABLAÐIÐ
Skylt er lækni, seni ætlar a'ö setjast að í héraöi annars læknis eða lækna,
aö skýra þeim frá fyrirætlun sinni, og tala viö þá svo fljótt, sem því verö-
ur við komiö. Heimilt er læknum þeim, sem fyrir eru, aö skjóta málinu
til gerðardóms, ef sérstakar ástæöur eru fyrir hendi, sem orka tvímælis
um þaö, að búseta nýja læknisins sé í samræmi viö drengilega framkomu
milli lækna.
10. gr. Ágreiningi um læknamál milli lækna, sem eigi veröur jafnaður
á annan hátt, skal skjóta til gerðardóms.
í geröardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, annan
Læknafélag Reykjavíkur. Þessir menn eru kosnir til tveggja ára. Land-
læknir er hinn þriðji. Hann er formaður dómsins. Þá kýs hver málspartur
einn lækni úr flokki þeirra, er liafa undirskrifað reglur þessar.
Læknafélag Reykjavíkur og læknadeild Háskólans kjósa tvo varamenn
í geröardóm til tveggja ára. Þeir taka sæti í dónmum, ef dómara er rutt
eða hann er forfallaður.
Allar kærur og erindi til gerðardóms sendist formanni.
Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til að ryðja ein-
um hinna föstu dómenda úr dómnum. Tekur þá sá varamaður sæti í hans
stað, er dómurinn kveður til þess. Nú er landlækni rutt, og er þá sá dóms-
íorseti, er læknadeild Háskólans hefir kosið.
Gerðardónmr hefir rétt til jiess að stefna báðum málspörtum fyrir sig.
Þeir geta og krafist þess, að það sé gert. Feröir sínar kosta þeir sjálfir,
svo og þeirra dómenda, sem þeir haía kosið, ef þeir búa utan Reykjavíkur.
Gerðardómur hefir rétt til að vísa þeim málum frá sér, sem hann telur
að leggja skuli fyrir dómstóla. Flhnn skal hafa lagt dóm á hvert mál, er
hann tekur til meðferðar, innan misseris frá Jiví málspartar höfðu kos-
iö dómendur.
Nú kýs annar málspartur engan í dóm og skulu j)á hinir dómendurnir
tilnefna dómara fyrir hans hönd.
Allir, sem ritað hafa undir reglur þessar, skulu skyldir að hlýta úr-
skurði gerðardóms.
11. gr. Þeir læknar, sem í nokkru verulegu brjóta reglur jiessar, fara
á mis við þau hlunnindi, sem talin eru í 7. og 8. gr.
Úr útlendum læknaritum.
Paul Caan, Köln: Osteochondritis deformans juvenilis coxæ, Coxa
plana, Calvé-Legg-Perthes Krankheit. Ergebnisse d. Chirurgie u.
Orthopædie. 16. 1). 1924. Pag. 64—157.
Höf. þakkar Röntgengeislunum, að læknum hefir tekist aö jiekkja þenn-
an sjúkd. og greina hann frá öörum sjúkd. í mjaðmarliðnum. Miklar rann-
sóknir gerðar á síðustu árum, enda tilfærir höf. 238 rit og ritgerðir um
þetta efni.
N a f n s j ú k d ó 111 s i n s er á ringulreið. Einna oftast er hann kend-
ur við Þjóðverjann Perthes, og veröur það nafn notað i jiessari frásögn.
P. lýsti sjúkd. 1910, en j)ó er talið að Legg og sænski skurðlæknirinn