Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 4
90 LÆKNABLAÐIÐ búÖum hefir lækkaÖ stórum. AÖrir umbúðasalar hafa jafnvel auglýst örlíti'S lægra verö á sumum vörum en K. Th., eins og gengur, er samkeppni mynd- ast. En óvíst tel eg, að vöruverðið héldist lágt, ef verslun K. Th. félli nið- ur, og er það til athugunar fyrir lækna og sjúkrahús. Félagsstjórnin hefir enn á ný farið þess á leit við landsstjórnina, að hún léti rannsaka bandorma í hunduin, svo og að hún veitti 3000.00 kr. til rann- sókna á beinkröm, eða styddi það mál á þingi. Hvorugt hefir hún fengist til að gera. — Viövíkjandi námsskeiðum fyrir lœkna í bcrklafrœðum, og Iáni til smásjárkaupa, sneri formaður sér sérstaklega til landlæknis, en hvor- ugt vildi hann styðja, og var þá engin von til þess að þau mál næðu fram að ganga. Þau 3 kandídatapláss á innlendum spítölum, sem fé var veitt til á sið- ustu fjárlögum, hafa nú verið auglýst, en svo undarlega vildi til, að eng- inn hefir sótt um þau að svo stöddu. En þetta breytist eflaust fljótlega, því margt geta ungu læknarnir lært við ársvist á sjúkrahúsi. Samþykt var á síðasta fundi, að hefja samrannsókn á blóðþrýstingi, og fela ákveðnum manni umsjá með framkvæmdum á þvi. Stjórnin sneri sér til dr. Helga Tómassonar yfirlæknis, og er þá málið í góðum höndum. Hinsvegar ekki von til þess, að þeirri rannsókn sé lokið. Úr eldri verkefn- um (menstruationstíma og sveitabæjarannsókn) hefir ekki verið unnið. Einir 4 læknar hafa sent eyðublöð um tíðir, en 8 um bæi (86 bæir). Nokkur eyðublöð fyrir læknaskýrslur hafa nú verið endurskoðuð og send læknum. Þó er tæpast frá því máli gengið til fullnustu. Málinu um cndurbœtur á kenslu í hcilsufrœði i Kennaraskólanum og í helstu barnaskólum hefir stjórnin ekki gleymt, þótt ekki hafi henni tekist að þoka því áleiðis. Liggur ekki laust fyrir. Dcilur milli tvcggja lœkna reyndi stjórnin eitt sinn að jafna, með því að skrifa þeim og hvetja þá til þess að leggja heldur ágreiningsatriðin undir gerðardóm. Þvi var vel tekið, þótt ekki hafi málinu enn verið vísað til gerðardóms. Eitt sinn komst stjórnin að því, að söguburður um einn héraðslækni hefði komist til landsstjórnarinnar. Leitað var upplýsinga um málið, og stjórn- inni skýrt frá því, að sagan væri ósönn. Mikið áhyggjuefni hefir ])aö verið stjórninni, hversu sumar cmbœtta- vcitingar hafa gengið undanfarið. Hún hefir reynt að útlista þetta mál fyrir veitingavaldinu, og að því stefndi grein formanns um það í Læknablaðinu, en árangur hefir það ekki borið. Þótti henni það viðurhlutamikið, að leggja út í alvarlega baráttu um þetta mál, fyr en auðið yrði að leggja það fyrir aðalfund og kynna sér nánar vilja lækna og tillögur þeirra. Af þingmálum hefir stjórnin haft þessi afskifti: 1. Formaður samdi lög um íbúðir í kjöllurum. Þau voru samþykt með talsverðum breytingum, þótt litt væru til bóta. 2. Breytingu á sjúkrasamlagslögunum var mótmælt, og bent á, að tekju- hámark væri orðið óhæfilega hátt (4500 kr. tekjur -þ 500 kr. með hverju barni). 3. Farið var fram á það við lækna á þingi, að þeir fengju afnuminn toll á lyfjaáfcngi, sem nú er látið úti af svo skornum skamti, að ástæðulaust er með öllu að tolla það.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.