Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 105 aÖ, aÖ sjá fyrir sjúklingum sem eru öryrkjar a'Ö meira eÖa minna leyti vegna berkaveiki, ef þeir ekki beinlínis þarfnast sjúkrahúsvistar. Berkla- varnalög vor eru a'i5 því leyti í samræmi vi'Ö samskonar lög í öörum lönd- um. Berklavarnalögin eru ekki öryrkjatrygging. Þetta hefir mjög veriÖ mis- skiliö hér á landi. ÞaÖ er ekki óalgeng skoÖun, að ef einhver verður berkla- veikur, þá sé hann „kominn á berklalögin", þ. e. á sjúkrahús, og þar sé hann ,,á berklalögunum“ meðan hann er ekki algerlega heilbrigður og vinnu- fær! Menn gæta þess ekki, aÖ þaÖ er óhagsýnn þjóðarbúskapur, að halda öryrkja eða hálíöryrkja á dýru sjúkrahúsi, ef hann ekki þarfnast þess, enda er það au'ðsjáanlegt, að mjög langvinn, stundum margra ára, sjúkrahúsvist getur haft miður heppileg áhrif á hann að ýmsu leyti, en slikur sjúklingur er einatt hjálparþurfi, og besta hjálpin er að veita honum a'ðstoð til þess að vinna fyrir sér að einhverju leyti, ef hann er þess megnugur, og þetta er ekki að eins mannúðarskylda heldur þjóðhagslegt atriði. Hin síðari árin hefir verið ofarlega á dagskrá meðal flestra menningar- þjóða það vandamál, hvernig eigi að aðsto'ða þá sjúklinga, sem verið hafa á heilsuhæli eða sjúkrahúsi, en ekki eru heilbrigðir eða algerlega vinnu- færir, því að það er orðin almenn reynsla, að þó að sjúklingar hafi fengið allgóðan bata í sjúkrahúsum, eins mikinn bata og hægt er að búast við, að þeirn versnar fljótlega er þeir koma heim til sín, þvi að flestir hafa ekki að öðru að hverfa en eríiðisvinnu, sem þeir ekki þola, eða þeir lenda í ör- birgð vegna atvinnuleysis. Framhaldshjálp (aftercare, Nachfúrsorge) er haft um þá starfsemi að aðstoða berklaveika sjúklinga, sem verið hafa á heilsuhæli eða sjúkrahúsi, og sérstaklega að hjálpa þeim til þess að verða sjálfbjarga að einhverju leyti. Þessi hjálp hefir stundum byrjað á heilsuhælunum sjálfum, stundum í sér- stökum stofnunum að heilsuhælisvistinni aflókinni, og skal eg í stuttu máli minnast á hvernig þetta hefir gefist í öðrum löndum. Eg skal þegar geta þess, að þessar tilraunir hafa haft við marga örðugleika að striða, og árang- urinn af þeirn hefir enn ekki orðið sérlega glæsilegur. Fyrst hugðu menn að sveitavinna (jarðrækt) væri sérstaklega vel löguð fyrir berklaveika, enda er það eðlilegt og í samræmi við heilsuhælismeð- ferð, að leggja mikla áherslu á hreint útiloft, en menn urðu skjótt fyrir hrapallegum vonbrigðum. Sjúklingar þoldu ekki vinnuna. Hún var of þung með köflum og veðrið misjafnt. Vinnan hlaut því að verða í molum og misjöfn og margir innisetudagar vegna óhagstæðs veðurs, og ekki hægt að byggja neinn arðvænlegan sveitabúskap á svo óvissum grundvelli. Hins- vegar sýnir reynslan, að fjöldamargir berklaveikir sjúklingar þola vel reglubundna, afskamtaða innivinnu í loftgóðum vinnustofum, en vitanlega er það einatt annmörkum bundið að finna haganlegt og arðvænlegt verk- efni fyrir þá, sérstaklega til frambúðar. Þýskaland var brautryðjandi í berklavörnum og heilsuhælishreyfingunni og þegar um síðustu aldamót var farið að gera tilraunir með vinnu á hæl- um, en það er síður en svo uppörfandi, að einmitt þar hafa þessar tilraunir algerlega mishepnast. Þær ströndu'ðu á „ebenso unverstándige wie záhe und zielbewusste Widerstand gegen die so wichtige Arbeitstherapie" eins og einn merkur þýskur heilsuhælislæknir kemst að orði. Sjúklingarnir vilja heldur láta útskrifa sig og njóta öryrkjastyrks síns í heimahúsum. Betur hafa þessar tilraunir tekist í Bandaríkjunum og á Englandi, sum-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.