Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 34
12Ó LÆKNABLAÐIÐ Uppþemba kemur þegar frá líÖur, vegna lömunar á görnunum. Hún getur gert þaÖ aö verkum, aÖ lifrardeyfan rninki, eins og í þessu umrædda tilfelli. Hiti er oft lágur fyrst eftir meiÖsliÖ, subnormal jafnvel, en mjög oft hækkar hann eftir fáeinar klukkustundir og helst í kringum 38°, og telur Quénu talsvert mega leggja upp úr þvi einkenni. ViÖ sprungur á nýra verður hitinn oft bráðlega hár, og koma þá jafnvel kölduköst (Reaves). Talning á blóðfrumum getur vitanlega komiÖ til mála, til að sýna þynn- ingu blóðsins, en ekki má þó eyða miklum tíma til þeirra hluta. í þeim tilfellum, sem rannsókn Quénu’s nær yfir, var meiðslið rétt greint á undan uppskurði í ca. 23%, en innblæðing frá óþektri lind i ca. 33% til- fella. M e ö f c r S þessa meiðslis er róttæk skurðlækning, — miltisnám (splenec- tomia). Saumur á sprungunni (splenorraphia) er svo ótrygg aðgerð og því háskaleg, að menn eru alveg horfnir frá henni, enda vel hægt að komast af án miltis, eins og síðar mun drepið á. Tróð (tamponade) kemur heklur ekki til greina, nema miltið sé svo viðvaxið (adherent), að ekki sé hægt að taka það. Komast má að miltinu með pararectal skurði, sniðskurði fylgjandi rifja- brún Bevans skurði (Z) sniðskurði, sem fylgir stefnu m. obliquus ext., eða miðlínuskurði með þverskurði út í rectus-sliðrið. Síðasti skurðurinn er heppi- legastur, ef maður er ekki viss um hvaðan blæðingin stafi, en ef miltis- sprungan er greind á undan aðgerð, ráðleggja frönsku læknamir (Lcccne, Quénu, Oiuiard) sniðskurð frá rifjabrún móts við 8. eða 9. millirifjarúm, niður að nafla. Skurð þenna má lengja upp á við gegnum rifjabrúnina, ef t. d. þarf að gera um leið við meiðsli ofan þindarinnar. Ef l)lætt hefir inn í kviðarholið, sést oft dökkrauður eða brúnn litur á kviðfellinu, þegar komið er að þvi. Svo var bæði í þetta skifti og í annað skifti, sem eg hefi skorið upp við innblæðingu (sprungin lifur). Sá litur er góð bending og getur sparað manni leit, sem er mjög þýðingarmikið, þvi blæðingin espast, þegar kviðurinn er opnaður og þrýstingurinn inni í honum minkar. Það er góð regla, sem Dcaver gefur, þegar skorið er upp við innblæðingu frá óþektri lind að þukla fyrst lifur, því hún springur oftar, lætur ver til og er ekki elastisk, en síðan milta. Fara verður gætilega með miltið, því að það er meyrt, einkum ef um síðblæðingu er að ræða. Best er að taka það í lófa vinstri handar, þannig að stilkurinn liggi í greip- inni milli visifingurs og löngutangar, klemma stilkinn, svo að hann haldi betur fyrirbandinu og undirbinda hann síðan. Gæta verður þess vandlega, að ekki lokist þveræðar þær, er ganga úr art. lienalis til maga og pankreas. Sumir taka hið lausa blóð í kviðarholinu, defibrinera það og sprauta því inn í æð, aðrir vilja það ekki. Best er að láta það eiga sig, því það resorber- ast aftur. Miltið er líffæri, sem vel má án vera, enda þótt það hafi margskonar starf með höndum. Það er stærsti blóðkirtill líkamans, býr til hvítar blóð- frumur, er nokkurskonar líkbrenslustöð fyrir útlifaðar, rauðar blómfrumur, eftirlitsstöð, sem heldur eftir óþroskuðum hlóðfrumum, tekur þátt í köfn- unarefnisbyltingunni og sennilega einnig brennisteins (Paolini & Coctisaa). Það gefur liklega frá sér hormon, sem verkar hamlandi á merginn (Bauer). Ásamt öðrum liffærum reticulær-endothelial-kerfisins myndar það móteitur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.