Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ iii barniS er yngra. Þó eru menn nú aftur farnir aÖ játa, aÖ þaÖ muni alls ekki hættulaust fyrir þá, sem hafa staÖist bernskusmitunina, ef þeir síÖar- meir verÖa fyrir stórsmitun utan aÖ. (Shr. S. Magnússoir: Nýjungar í berklalækningom, Lbl. maí—júní 1929). — En þá er líka auÖsætt, hvílik fásinna þaÖ er, aÖ hafa bjóstveikt fólk í sambúÖ viÖ aÖrar veikar mann- eskjur í sjúkrahúsum. Prætera censeo: ViÖ verÖum aÖ lieita samskonar vörnum gegn berkl- um, sem gegn hverri annari næmri sótt, — og jáfnan hafa þaÖ hugfast, að „prevention is better than cure.“ Tíminn líður. Eg verð að fara á handahlaupum yfir þetta mikla vanda- mál, verð að láta mér nægja að drepa lauslega á hclstu meginatriðin, sem nauðsynlegt er að læknastétt landsins geri sér að alvarlegu umhugsunarefni. 1) Börn, scm fœðast á berklahcimilum. Ef móðirin er heilbrigð, þá getur hún víða veriö út af fyrir sig með barnið, svo að örugt sé um; aÖ öðrum kosti verður berklasjúklingur heirn- ilisins að víkja (13. gr. berklal.). En hafi móðirin sjálf ágenga berkla, þá vandast málið. Þá má hún ekki hafa barnið á brjósti, þá verður að taka það frá henni. Við höfum ekkert að ráði gert í þessu erfiða efni.------Það er satt: Þetta er ekki til líka eins títt og haldið er. Oslóbær t. d. á sjerstakt hæli fyrir nýfædd börn berkla- veikra mæðra. Það rúmar 40 börn. Þeir segja, að það nægi.* Þeir halda börnum i 3 ár. „En hvað gerið þið svo við þau?“ spurði eg. — „Svo lát- um við þau fara!“ Mér líkaði ekki svarið. Önnur aðferð er til, sem eg líka hefi séð. BarniS er tekið nýfætt frá móð- urinni, sett í barnaspítala, Pirquet-prófað, og sé það ósmitað, -— sem því- nær ávalt er — þá er það bólusett ad modum Calmette-Guérin. (Þeir C. og G. voru 13 ár að rækta berklasýkla, upp aftur og aftur (á kartöflum með glycerini og galli), þá voru komnar 230 „kynslóðir", ef svo mætti segja, af sýklunum, hver af annari, og þeir orðnir svo dasaðir, að þá, fyrir rétt- um 5 árum, 1. júli 1924, byrjaði Pasteurstofnunin að láta læknum þetta ,,berklabóluefni í té“. Finnn ára reynsla er ekki nóg. Sitt segir hver. En aðferðin virðist alveg hættulaus, og alls ekki útilokað, að hún reynist gagnleg. Að lokinni bólusetningunni eiga börnin að verða við Pirquet eins og berklasmituð börn. í sumum löndum er aðferðin nú notuð í stórum stíl, og alstaðar er hún reynd. Því eigum við ekki að taka þátt í þcssu. Eg á ekki við þau börn ein, þar sem móðirin er berklaveik, heldur öll nýfædd börn, sem sérstök berklahætta vofir yfir (t. d. faðirinn berklaveikur, eða eldri systkini). Eg spyr: Hvað vill Læknafélagið gera í þessu efni? 2) Héimilisrannsóknir og eftirlit. Maður kemur til læknis með ágenga berkla. Læknir sendir hann í sjúkra- hús og gerir sótthreinsunarmanni boð að sótthreinsa heimilið, — þar með búið, í bili. En þetta er ekki nóg. Menn sjá betur og betur — í öðrum lönd- um, -—- að brýn nauðsyn er á því, að lœknir húsvitji á heimili hvers ný- tilkomins berklasjúklings. Þá mun hann iðulega finna aðra berklaveika * Af um, 200 fæðingum, sem námskonu.- ljósmæðraskólans sáu f vetur, voru bara 2 mæSurnar meS augljósa berkla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.