Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 9i 4. Alþingi leitaði umsagnar félagsins um frv. til laga um breytingar á berklavarnarlögunum og einkasölu á lyjum. A8 lokum hefir formaður félagsins átt nokkurn þátt í því, að breytt var lögum um lœkningalcyfi, til þess að tryggja betur en verið hefir, að skýrslur lækna kæmu í tæka tíð. Var þess ekki vanþörf, þótt margir læknar séu hirðumenn í þessu efni. Þá hefir og stjórnin greitt fyrir læknum með staðgöngnnicnn o. fl., þegar leitað hefir verið til hennar. III. Lesinn upp reikningur fclagsins, endurskoðaður. Eignir eru nú kr. 2243.45. Skuldir engar, nema 335 kr., sem munu aö mestu koma inn. IV. M. J. Magnús flutti crindi mn kynsjúkdóma. (Birtist í Lbl.). I.andlœknir. Er á sama máli um það, að verjur mættu koma oss að gagni. Hafði landlæknir aflað sér upplýsinga um erlendu aðferðirnar og leist best á hinar frakknesku. Ennfremur hafði hann leitað álits Hannesar Guðmundssonar. Bjóst við að heilbrigðisstjórnin mundi áður langt um líður taka málið til meðferöar. Heilbrigðisstjórnin hefir óskað þéss, að Island fengi inngöngu í al])jóða sambandið með því skilyði, að erlendir sjómenn fái ókeypis lækningu í Reykjavík. Myndi þetta líklega komast í kring. Níels Dungal sagði fjölda sjómanna ókunnugt um hentugar varnir. Hafði hann álit á óbrotnu, þýsku hálff 1 jótandi lyfi, sem notað var í Hamborg og talið er duga gegn bæði gonorrhoe og syphilis. Kvikmyndir og aðra al- menningsfræðslu taldi hann nauðsynlega. Hanncs Guðmundsson kvaðst vera á sömu skoðun og M. Magnús um verjur og varnarlyf. Vildi benda á atriöi, sem miklu varðaði, þ. e. hve erfitt er að útvega sjúkl. spítalapláss. Þannig hefði það komið fyrir hjá sér, að sjúkl., sem fengið hafði upplýsingarblöð og gekk til læknis smitaði 3 menn á heimili sínu. Veitti alls ekki af 10 spítalarúmum hér fyrir sjúkl. með kynsj úkdóma. Magnús Pétursson sagði að frakkneskur sjúkl. hefði komið hingað með bók sína frá alþjóðasambandinu og hefði Rvík verið talin meöal þeirra bæja þar sem sjómenn gætu fengið ókeypis lækningu. Spurði hvort þetta væri fullgert og hvert sjúkl. skyldu snúa sér. T^andlccknir kannaðist við vandræðin með að koma sjúkl. með kynsjúk- dóma á spítala. Landsspítalinn ætti að hæta úr þessu. Guðm. Thoroddscn gat þess, að engin deild fyrir kynsjúkdóma yrði á Landsspítalanum. Slíkir sjúkl. yrðu lagðir inn á lyflæknisdeildina. Ekki væri heldur enn ráðið fram úr því, hvernig hagaö yrði lækningum sérfræð- inga á Landsspítalanum, en það myndi reynt að ráða svo fram úr því sem pláss og atvik leyfðu. M. Magnús bar þessa tillögu fram: „Læknaþingið endurtekur áskorun sina um að heilbrigÖisstjórnin gangist fyrir þvi, að koma í framkvæmd þeim ráðstöfunum, sem samþyktar voru um varnir gegn kynsjúkdómum á fundi félagsins 1927.“ — Samþ. í einu hljóði. V. Sigurður Magnússon flutti erindi um hjálp til sjúklinga, sem koma frá hcilsuhœlum. (Birtist í Lbl.). Guðm, Hanncsson taldi erfitt að ræða þetta mál í þetta sinn, úr því ræða skyldi berklavarnir næsta dag. Var því umræðum frestað. VI. Embœttai’citingamálið. Formaður skýrði frá því, að því miður hefði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.