Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 36
I 22 LÆKNABLAÐTÐ færi upptök sjúkdómsins eru, gefa litla skamta af morfíni, kaldan bakstur á kviðinn, skola magann út, ef uppköst eru mikil o. s. frv. Við það verða oft dreifð peritonitis-einkenni staðbundin, svo að hægt er að ganga að hinu sýkta líffæri visu, og er sjúkl. þá betur farinn með 2—3 klst. bið og stuttri aðgerð á eftir, heldur en skurði strax í stað, þar sem langur timi fer í að róta til innýflunum og leita að meininu. — Stundum getur líka sýnt sig við slika bið, að aðgerðin reynist óþörf; ertingin á peritoneum hafi stafað af öðru (pneumoni, pyelitis etc.). Við 1)læðingu inn i kviðarholið er öðru máli að gegna, þar er altaf periculum in mora. Eftirmeðferð miltissprungu verður að beinast að því að halda við starfskröftum líkamans og stuðla aö því, að regluleg starfsemi hans kom- ist á sem fyrst. Sérstakar ráðstafanir má búast við þurfi til að vinna upp það vökvatap, sem hann hefir orðið fyrir, og kemur þar þrent til greina: Dæling inn i líkamann á saltvatni, á þrúgusykursupplausn, eða á blóði frá öðrum einstaklingi. Saltvatns-inndælingin er alþektust og einföldust, undir húð eða sem dropapípa, en saltvatnið hripar fljótt úr líkamanum aftur, fyllir út í æðarnar í bili, en veitir líkamanum ekki þá næringu, er hann þarf, og getur ef til vill skaðað líkamann, ef mikið er að gért, með því að þynna blóðið um of. „There is no use waterlogging a patient with salt solution, when he needs blood" (Worbcissc). Miklu betri eftir mikinn blóðmissi, er blóðveita (transfusion), en til þess þarf að vera undangengið samræmis- próf (compatibility test) á blóði veitanda og þiggjanda, því annars er bætta á blóðleysingu (hæmolysis), sem drepur sjúkl. Þá er þrúgusykursinndæling, sem er ágæt undir þessum kringumstæðum og altaf, ef kraftar siúkl. eftir uppskurð er að þrotum komnir, því að hann fær i þeirri upplausn bæði nauðsynlegan vökva og næringu í auðunnu formi. Þessu er oftast alt of lítill gaumur gefinn, og skal það því rætt lítið eitt frekar. Þrúgusykur (glucose, dextrose) cr aðalorkugjafi og eldsneyti líkamans. Öll meltingarstarfsemi líkamans, að því er snertir kolvetnin, bæði sterkja og ýmsar sykurtegundir, er í því fólgin, að 1)reyta þeim í glucose, og í þeirri mynd er það, sem þau berast með blóðinu út um alla hluta líkamans, brenna þar að lokum og leggja likamanum á þarin hátt bæði til þann hita, sem hann þarf og þá orku, sem þarf til vöðvastarfseminnar. Glucose er líka nauðsynleg við fitumeltinguna, sem verður ófullkomin og leiðir til eitraðra klofnunarefna, ef ekki er nægur sykur fyrir hendi í blóðinu (Fischlcr). Við ýmsar eitranir, t. d. af chloroformi við svæfingu, gctur lifrin ekki breytt glykogen-forða sínum i glucose eins og vanalega, og getur j)á glucose-inn- dæling í æð bjargað lífi sjúklingsins. Slík inndæling veitir j)ví líkamanum næringu, sem hann ]>arf ekki að hafa fyrir að melta, og kemur það sér vel, ])egar meltingarfærin eru óstarfhæf, eins og fyrst eftir uppskurði. Ameríkumenn hafa unt langan tíma notað bæði blóðveitur og þrúgusykurs- inndælingar, eftir mikinn blóðmissi og stórar aðgerðir. Hvorttveggja var orðið algengt, þegar cg var í New York fyrir 6—7 árum, en því var þá lítill gaurnur gefinn í Evrópu. Það var Ameríkumaðurinn Crile, sem gerði blóðveitur praktiskt framkvæmanlegar, og síðan hafa ýmsir landar hans fullkomnað aðferðirnar við þær. Hafa þeir með því og öðru sýnt það, að síðasta áratuginn hafa ])eir verðskuldað að heita öndvegisþjóð heimsins, að því er læknisfræði snertir. Eiga þeir það bæði að þakka þvi, að þeir höfðu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.