Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 109 hva'Ö á af þeim að gera. Þetta er vandamál, því að þeir eru ekki sjálfbjarga án góörar aÖstoðar. Það gæti komið til mála, að stofnað væri einhverskon- ar vinnuhæli fyrir þessa sjúklinga, en við verðum að hafa það hug-fast, að þetta yrði aðeins tilraun, sem við vitum ekki hvernig múndi takast. Þessi tilraunastofnun yrði að vera í smáum stil, liklega ekki nema fyrir 10—-20 sjúklinga, ])ví „vestigia terrent“. Eg hefi fyrir nokkru stungið upp á því við heilhrigðisstjórnina, að bygt yrði á Vífilsstöðum litið vinnuheimili til reynslu, og þar væri hinum um- getnu krónisku sjúklingum gefinn kostur á að vera, ef þeir gætu ekki farið heim til sín. „Ef einhverjir þeirra yrðu þar sjúkir og algerlega óvinnufærir, þá mætti taka þá aftur inn á heilsuhælið, i skiftum fyrir aðra, svo að ætíð yrðu á vinnuhælinu sjúklingar, sem að einhverju le>di væru vinnufærir.“ Eg skal ekki að þessu sinni ræða um verkefni þessara sjúklinga, en það yrði væntanlega aðallega einhvers konar iðnaður, og eg skal ekki heldur fara út í hin einstöku atriði |)essa máls um rekstur og íyrirkomulag. Eg skal aðeins geta þess, að heilsuhælinu hefir smám saman áskotnast hand- hært fé, milli 20 og 30 þúsund krónur, sem aðallega eru dánargjafir frá Ameríku, og mætti nota það til þessa fyrirtækis. Að stofna vinnuhæli einhversstaðar uppi í sveit, t. d. á Reykjum í Öl- vesi, tel eg varhugaverða hugmynd, jafnvel þó að Reykir sé „heitur staður“, enda er ekkert sem bendir á að hveragufa eða hveravatn sé heilsusamlegt fyrir berklaveika sjúklinga. A slíku vinnuhæli þáff að vera nákvæm dag- leg læknisumönnun. Þar þarf að vera Röntgentæki og hægt að halda við pneumothorax o. s. frv. Þó að slikt vinnuhæli yrði einhverntima stofnað á Vífilsstöðupm eða annarsstaðar, þá er vitanlega enganveginn leyst það vandamál, hvernig eigi að aðstoða berklaveika sjúklinga að lokinni sjúkrahúsvist. Aðeins fáa væri hægt að taka í slikt hæli, og tiltölulega fáir sjúklingar væri vel lagaðir fyrir það. Flestir vildu víst heldur vera í heimahúsum ef þeir gætu, sér- staklega þeir, sem giftir eru, því að flestum þykir þaö vera ömurlegt líf, að vera fráskildir fjölskyldu sinni til langframa. Eg liygg, að til þess að komast út úr þessum ógöngum, sem við erum i. sem sé að flest sjúkrahús vor eru yfirfylt af l)erklaveikum sjúklingum, sé að koma á almennri öryrkjatryggingu sem allra fyrst. Þá mundu margir sjúklingar geta lifað í heimahúsum, því einhvern styrk þurfa þeir að fá, þó að þeir sé eitthvað færir til vinnu. Svo er nauðsynlegt, að það sé eftir- lit með því og hjálp, til þess að þeir geti fengiö góða íbúð (og sérstakt svefn- herbergi fyrir sig). Þetta er að visu oft örðugt í sveitum, en í kaupstöð- uin er það hægra. í Reykjavík ætti slík framhaldshjálp að byrja. Berkla- varnanefndin hér um árið lagði til, að komið væri upp í Reykjavík íbúðar- húsi fyrir berklaveika, þar sem fjölskyldur og einstaklingar gæti fengið góða íbúð, mjög ódýra eða jafnvel ókeypis, en auövitað hefir ekkert verið gert í þessa átt. Þeim, sem stjórna málum Reykjavíkurbæjar, er margt annað betur gefið, en að hafa nægilegan skilning og áhuga á heilbrigðis- málum bæjarins. Það væri þarft verk, að opna augu bæjarstjórnarinnar og hvetja hana til þess að gera tilraun með eitt slíkt hús, eða nokkur lítil, í útjaðri bæjarins, þar sem grunninn þyrfti ekki um of að skera við neglur sér. Það yrði að minsta kosti ódýrara en að byggja dýrt sjúkrahús, — sem höfuðborg vor hingað til hefir komið sér hjá alveg furðanlega! Ef þetta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.