Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 8
94 LÆKNABLAÐIÐ dómsmálaráÖuneytinu unr Jretta sem annað, og vildi halda fast við tillögu sína urn að raða umsækjendum niður. Níels Dungal taldi þýðingarlaust að velja fleiri en eina umsókn úr og senda til stjórnarinnar, þar sem aðeins einurn yrði veitt. Sœmundur Bjarnhéðinsson taldi tillögurnar þýðingarlausar, því að stjórn- in gæti haft þær að engu. Þar að auki taldi hann vafasanrt, að tillögur nefnd- arinnar væru framkvæmanlegar. Mætti svo fara, að surnir læknar teldu sér hag að því, að standa utan félagsins. Magnús Pétursson sagði vel farið, að nefndin hefði þorað að hefjast handa gegn þeirri óöld, sem nú gengur yfir, áskorunum, læknakosningum o þvil. Vafasamt, hvort rétt sé að nefna til einn mann. Hagnaður fyrir stéttina, þótt 2—3 væru tilnefndir. Stéttin á að hafa heimild til þess að setja félögum sinum ákveðnar reglur, og þær geta orðið til fullra úrslita, ef félagið er traust. Þórður Thoroddscn. Ekki rétt, að hrapa að þessu máli. Hugsanlegt að ungu læknarnir vildu ekki fallast á tillögurnar og settust að sem praktiser- andi læknar i deiluhéruðunum, máske með styrk frá ríkinu. Ráðherra viss með að beita öllum vopnum til þess að ónýta samþykt félagsins, t. d. með því að gefa lög um kosningu lækna. Benti á nokkur atriði í tillögunum, sem athuga þyrfti betur. Magnús Pctursson taldi nauðsynlegt að tryggja sem allra hest fylgi lækna, áður út i þetta væri lagt. Bjarni Snœbjörnsson minti á, að nefndin gcrði ráð fyrir því, að sam- þyktin yrði borin undir alla lækna landsins og vissa fengin um vilja lækna. Ólíklegt, að yngri læknar gangi úr samtökunum, því að þeir eiga máske mest á hættu af núverandi ástandi. Að sjálfsögðu ætti það og að vera óheim- ilt að þiggja ríkisstyrk af stjórninni, til þess að spilla félagsskapnum. Guðm. Tlioroddscn benti á, að heppilegt væri, áður lengra væri haldið umræðunum, að leita atkvæða fundarmanna um það nú, hvort þeir væru fylgjandi aðalstefnunni um nefndarskipun, eða ekki. Valtýr Albcrtsson. Nauðsynlegt að andæfa framferði stjórnarinnar, og taldi síst ástæðu til þess að vefengja fylgi ungu læknanna. Nicls Dungal stakk upp á nokkrum breytingum á tillögum nefndarinnar (orðalag o. f 1.). Tillaga kom frá Guðm. Thoroddscn, um að greidd séu atkvæði um, hvort men'n eru i aðalatriðum með eða móti tillögunni um embættanefndina. Gurml. Claesscn. Vildi fresta atkvæðagreiðslu til þess er nefndartillög- urnar væru vélritaðar og sendar fundarmönnum. Hafa 2 umræður um svo mikið mál. Tillaga G. Cl. var feld með 8:9 atkv. Nafnakall um tillögu G. Th.: Já sögðu: Katrín Thoroddsen, Guðni Hjörleifsson, Níels Dungal, Guðm. Thoroddsen, Einar Ástráðson, Ólafur Finsen, Ólafur Helgason, Valtýr Al- bertsson, Bjarni Snæbjörnsson, Árni Pétursson, Ólafur Þorsteinsson, Ólaf- ur Lárusson, Sigurniundur Sigurðsson, Halklór Stefánsson, Guðm. Hannes- son, Ólafur Jónsson, Ingólfur Gislason. Nei sögðu: Guðm. Björnson, Sæm.undur Bjarnhéðinsson, Helgi Tómas- son, Jón Hj. Sigurðsson. Nokkrir greiddu ekki atkvæði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.