Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 22
LÆKNABLAÐIÐ ]o8 Eg hefi nú nokkuÖ raki'Ö tilraunir erlendra þjóSa, sem gerðar hafa veri'Ö til þess að aðstoða berklaveika sjúklinga til þess að veröa sjálfbjarga að einhverju leyti, en eg hygg að segja megi, að við íslendingar getum ekki sérlega mikið af þeim lært, því fremur sem landshagir eru hér býsna ólikir og annarsstaðar. Vér stundum aðallegá sveitabúskap og fiskiveiðar, en þess- ar atvinnugreinar eru ekki vel lagaðar fyrir berklasjúklinga. Hinsvegar er ( það að athuga, að hér eru miklu fleiri ljerklasjúklingar í sjúkrahúsum en nokkursstaðar annarsstaðar, svo að það er eðlilegt að menn spyrji, hvort einhverjir þessara sjúklinga geti ekki unnið fyrir sér að einhverju leyti, og eg verð að segja, eftir reynslu minni á Vífilsstöðum, að svo er í raun og veru. Hér eru ætíð einhverjir, sem ekki þurfa stöðugrar sjúkrahúsvist- ar, eru að vísu smitandi og ekki færir um erfiðisvinnu. Oft er slíkum sjúkl. ómögulegt að útvega sér samastað, sem við er unandi. Á siðasta þingi var sú breyting gerð á Berklavarnalögunum, aö sjúkling- ar, sem njóta opinbers styrks á sjúkrahúsum, eru skyldir til að vinna þar. Það þykir sjálfsagt að breyta þessum lcigum eitthvað, einu sinni á ári, og þá er það ætið 14. greininni, sem er breytt. Við læknarnir megum þakka fyrir, að hreytingarnar eru meinlausar og gagnslausar, eins og í þetta sinn, því áður hafa þær ætíð verið til skemda. Það hefir og heyrst, að heil- brigðisstjórnin hafi hug á að koma upp einhvers konar vinnuhæli á Reykj- um í Ölvesi, fyrir herklaveika sjúklinga. Þaö er því ekki ótímabært fyrir okkur læknana, að taka afstöðu til þessa máls. Eg skal nú fyrst minnast á vinnu á hinum eiginlegu heilsuhælum, og þá sérstaklega á Vífilsstöðum. Um konurnar er það að segja, að þær eru marg- ar sívinnandi, jafnvel þó að þær liggi í rúminu. Þær sauma, prjóna, hekla og aðhafast ýmislegt það í höndunum, sem við karlmenn vitum ekki nöfn á. Þær gera þetta sér til dægrastyttingar og til beins og óbeins hagnaðar. Eg get eiginlega ekki séð, að það sé sérstök ástæða til að setja þær til vinnu í þágu hælisins, það væri þá hclst til saumaskapar, enda heföi það ekki mikla þýðingu fyrir rekstur hælisins. Eg hefi í vor, til reynslu, reynt að láta nokkr- ar konur vinna lítilsháttar að garðyrkju, ýmist í gróðrarhúsi eða úti, en hefi orðið að hætta því, ýmist þoldu þær illa hitann í gróðrarhúsinu, eða erfiðið úti, eða veðrið. Þá eru karlmennirnir. Þaö er miklu örðugra að finna hæfilegt starf fyrir þá. Auðvitað eru ýmsir sjúklingar, sein ekki hafa haft veikina á háu stigi og eru orðnir tiltölulega hraustir. Þeir gætu unnið ýmislegt, en vegna þrengsla verður að láta þá sjúklinga fara þegar fært er, enda vilja þeir sjálfir fara heim til sín, ef þeir eru færir um vinnu. Annað mál er um hina krónisku smitandi berklasjúklinga, sem lengi hafa verið á hælinu og ekki eru færir um eiginlega erfiðisvinnu, en ekki beint þurfa sjúkrahúsvistar, ef hægt væri að greiða götu þeirra á annan hátt. Þessir sjúklingar eiga að fara af heilsuhælinu. 1 erindi minu um daginn um nýjungar í berklafræði gat eg um hina mörgu sjúklinga með berklaveiki á hœttulegu byrjunarstigi, þar sem heilsuhælisvist og væntanlega pneumothoraxaðgerð er alveg nauð- synleg án tafar. Þessir sjúklingar mega ekki vera i heimahúsum eöa á sjúkra- húsum þar sem ekki eru Röntgentæki og þar sem pn.-aðgerö er ekki tíðkuð. Það verður ætíð að vera rúm á hinum eiginlegu heilsuhælum þegar í stað, fyrir þessa sjúklinga. Þeir verða að hafa forgangsrétt, en það getur ekki orðið, nema hinir fyrnefndu krónisku sjúklingar fari, en þá er spurningin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.