Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 24
I IO LÆKNABLAÐIÐ tækist vel, þá mundu máske a'ÍSrir kaupstaÖir koma á eftir, og þá gæti farið svo, að í þessum húsum byggi ánægðar, vinnandi manneskjur, senr annars yrðu að dvelja á sjúkrahúsum, sjálfum sér til leiðinda og andlegs niðurdreps. Um berklavarnir. Erindi flutt á Læknaþinginu, 29 júní 1929. Eftir G. Björnson, landlækni. Siðan berklalögin 1921 gengu i gildi, hafa sjúkrahús landsins smámsam- an fylst æ meir og meir af berklasjúklingum og útgjöld ríkissjóðs til berkla- varna aukist hröðum skrefum. Nú er svo komið, að því nær öll okkar almennu sjúkrahús eru orðin að sannnefndum berklaspítölum, og þrengslin svo mikil, að langt gengur fram úr hófi. Af þessu stafar óhollusta fyrir alla sjúklinga, ótvíræð berklasmit- hætta fyrir þá, sem lagðir eru i sjúkrahús innan um berklasjúklingana og gifurleg útgjöld fyrir þjóðfjclagið. Útgjöldin á ári til berklavarna eru komin upþ í 1 miljón kr. Það fje fer því sem næst alt til þess að borga verukostnað berklafólks í sjúkrahús- um. Hjer eru nú að staðaldri um 500 berklamanneskjur í sjúkrahúsum, miklu fleiri en í nokkru öðru landi, hlutfallslega. Eg vísa til ritgerðar minnar „Nokkrar athugasemdir um heilbrigðismál, einkanlega berklavarnir", sem nýlega kom út í Læknablaðinu. Engum datt í hug að svona færi, þegar berklalögin voru sett. Öllum ofbvður kostnaðurinn. Allir tala um, að eitthvað verði að gera. Læknar tala líka um það, að berklavörnum hér á landi sé mjög áfátt að öðru leyti, — og það með réttu. En við megum ekki búast við, að fá nokkurt fje að ráði til annara berklavarna, meðan sjúkrahúskostnaðurinn helst svona gífur- lega hár. Eg skal nú í fám orðum benda á það, sem viröist nauðsynlegt til þess að koma berklavörnum hér á landi í betra horf, án þess að auka árskostn- aðinn fram úr því, sem komið er. Við megum þá aldrei gleyma ])ví, að berklar eru næmur sjúkdómur, svo bráðnæmur, að ílestalt fólkið hefir smitast af berklum áður en það nær tví- tugsaldri. En þar nieð er lika sagt, að veikin er miklu batavænlegri, en orð er á haft. Það mun ekki fjarri sanni, að fullum helming þeirra, sem smit- ast, batni til fulls, sjálfkrafa, án nokkurra aðgerða. Hitt er eðlilegt, að öllum verður starsýnt á þann mikla fjölda fólks, sem vcikist af berklum, meira eða minna, og það svo, að mjög margir biða bana af veikinni. Menn sjá þann hópinn, en ekki hinn — þá, sem ekki veikjast — og halda svo að berklasmitunin sé miklu hætlulegri en hún þó i raun og veru er, þegar á alt er litið — alla, sem smitast. I öðru lagi vitum við vel nú orðið, að þeir, sem veikjast af berklum, eru flestir, langflestir, batavænlegir, ef þeir fá góða meðferð, þegar i byrjun veikinnar. Loks er nú álitið, að flestir smitist í bernsku og hættan því meiri, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.