Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 99 múni sjúklinga. Aiiciénnitet er oft óheppilegt princip. Viö holdsveikra- og ge'Öveikraspítala hef'ði hann valið unga menn og gefist vel. HéraÖsbúar hafa oftast vérið ánægðir með veitingarnar. Nú fylgdi hann þeirri stefnu, að velja færasta manninn. Englendingar eru að yfirgefa anciennitetsprincipið. Samþykt fundarins í fyrra um að taka tillögur landlæknis til greina hefði glatt hann. Tillaga G. Cl. árétting á því. Sér segði svo hugur um, að fyr eða síöar yrði veitingarvaldið tekið frá landlækni og falið héraðsbúum. Tíð- arandinn hyperdemokratiskur. Afleiðingin af áskorunum er löggjöf um kosningu lækna. Dalahérað er eftirtektarvert dæmi, einnig Stykkishólms- hérað. í báðum héruðum vissu menn ekki um umsækjendur áður en áskor- anir voru gerðar. Sanni nær að héraðsbúar velji úr öllum umsækjendum. í Stykkishólms-, Seyðisfjarðar- og Dalahéraði voru allir pólitiskir flokkar samtaka um áskoranir. Vill ráða félaginu að fara mjög gætilega í þetta máh Áskoranir og óánægjuyfirlýsingar þýðingarlitlar. Alt veltur á því, hvort héraðsbúar eiga aS ráða læknaskipun eða kunnátta umsækjenda. Níels Dtmgal. Eíast um að ])að sé óvarlegt að leita undirtekta lækna. Ungu læknarnir eru ótrauðastir að fylgja, og engin ástæða til þess að efast að óreyndu um fylgi lækna. Tíðarandinn stefnir að demokratiseringu, en læknar ])urfa hér að verða á undan héraðsbúum. Við þurfum ekki að hafa neinn géig við það að leita atkvæða um þetta. Guðm. Hanness'on. Er algerlega samþykkur þessu. Landlæknir vakti máls á því, að tíðarandinn heimti það, að allir karlar og kerlingar vilji hafa atkvæði um þessi mál eins og önnur. Þeir vilja ekki eingöngu velja lækn- ana, heldur vilja þeir líka socialisera læknana, setja þá eingöngu á föst laun og lækka þau ár frá ári. Svona hefir þetta farið t. d. í Þýskalandi. Fyrst og fremst þurfa læknar að hafa fyrir augum hag landsmanna, en þvínæst hag stéttarinnar og verðleika hvers læknis. Þetta ætti ekki að þurfa að reka sig á. Vil óska þess, að félagsskapur lækna verði sem sterkastur, en jafnframt að bæði stjórn og almenningi sé sýnd full sanngirni. Ekki hefir verið tekið nægilegt tillit til verðleika lækna. Það væri besta ráðið til þess að reyna að hvetja þá til athafna. Með tillögunum er ekki ráðist á land- lækniseml)ættið heldur er þetta neyðarvörn. Helgi Tómasson. Tillaga G. Cl. er viturleg. Stjórnin getur leitað álits lækna um tillögur nefndarinnar og látið þær koma til framkvæmda strax eftir að svar væri komið frá landsstjórninni. Kjartan Ólafsson. Það er enginn vafi á því, að það er hægt að koma þessu fram. Benti á það, að Læknafél. ísl. gæti kosið 4 menn í nefnd til embættaveitinga og landsstjórnin tilnefnt oddamann. Ólafur Ó. Lárusson. Er principielt með nefndinni. Verði ekkert gert, er stéttin á hraðri leið niður á við. Við verðum að hegða okkur sem aðrar stéttir, efla hagsmuni okkar og með því hagsmuni heildarinnar. Þó erum við öðruvísi settir en aðrir verkamenn. Við getum varla gert verkfall, en sé andinn góður í stéttinni má rfíikið gera. Við missum þó ekki mikið við að taka tillögu G. Cl., notum að eins tímann til þess að tryggja samtökin. Læknafélagið ])arf að ráða, jafnvel þótt lög komi um að læknar skuli kosnir, það á að ráða því hverjir verða í kjöri. Nícls Dungal. Er ekki á móti því að bera þetta undir landsstjórnina, en athugavert er að bíða næsta fundar. Ólafur Finsen. Læknar landsins þurfa að fá þessar tillögur til athug-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.