Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 93 um að heppilegra væri aÖ stofna embœttanefnd, ^skipaða læknum, sem allar umsóknir gengju til, og hefÖi hún vald til þess að velja úr eina eða fleiri, sem gengju til veitingavaldsius. Kæmi hún þá að nokkru í stað landlæknis. Að sjálfsögðu yrði að l)era þetta mál undir lækna landsins og fá skrif- legt samþykki þeirra. Þó hefði það ekki vakað fyrir nefndinni, að slík skip- un á embættaveitingum yrði til frambúðar, fremur en verkast vildi, heldur væri hún neyðarvörn, meðan það ástand héldist, sem nú er. Að minsta kosti liti hann sjálfur þannig á málið. Slík embættanefnd yrði að sjálfsögðu að gæta fullrar sanngirni í garð almennings og yfirvalda, jafnframt því sem hún hugsaði um hag stéttarinnar. Almenningsheill yrði ætíö að meta mest. Þórður Thoroddsen kvað tillögur þessar ófullkomnar. Hvenær skal kjósa nefndina og hvernig? Einfaldara að skipa 3 manna nefnd, t. d. landlækni, mann, sem læknadeild tilnefndi og einn, sem landsstjórnin kysi. Níels Dungal, Minti á, að fyr hefðu tillögur landlæknis ráðið, en nú væri breyting á þetta komin. Væri því nauðsyn, að læknar gætu nokkru ráðið um veiting embætta, þótt sjálft veitingarvaldið hljóti að verða hjá lands- stjórninni. Til þessa þyrfti að treysta Læknafélagiö sem best, og eitt af l>estu ráðum til þess væri, að efnahagur félagsins væri svo góður, að það hefði sem mestan kraft til þess að styðja félaga, hvort heldur sem væri hagkvæm lán til ungra lækna eða annað, sem félögum rríætti vera til hags- muna. Guðm. Hannesson skýrði nokkur atriði, sem Þ. Th. drap á. Gtiðm. Thoroddscn sagði, að þvi miöur væri ástandið nú á þann hátt, að vart væri við það unandi, og Læknafélagið yrði á einhvern hátt að hefj- ast handa. Hinsvegar væri það æskilegt, að landlæknir ætti sæti í nefnd- inni, því að hann væri manna kunnugastur læknum, en bjóst varla við, að landlæknir gæti stöðu sinnar vegna tekið sæti í nefnd, sem svona væri til- kornin. Landlccknir minti á, að dómsmálaráöherra þyrfti ekki að taka tillögur landlæknis til greina. Aftur væri það með öllu óhugsandi, að landlæknir sæti í slíkri nefnd. Þvert á móti myndi hann ekki geta verið í Læknafélagi íslands, ef slikt væri samþykt. Gunnl. Clacsscn ])ótti kosning embættanefndar erfið og margbrotin, og vandasamt fyrir nefndina að velja einn úr. Það ætti að nægja, að nefndin raðaði mönnum eftir verðleikum. Væri einhver illa séður af stjóminni, myndi hún ekki veita honum starfann, þótt umsókn kæmi. Bjarni Snœbjörnsson. Sem stendur horfir svo við, að útkjálkahéruðin standa læknislaus, úr því aö læknar hafa litlar sem engar horfur á að kom- ast þaðan. Við nefndarskipun verður að taka tillit til allra lækna, svo og þeirra yngstu. Taldi lítið gagn, þótt læknum væri raðað, því að stjórnin hefði eftir sem áður alt í sinni hendi. Ábyrgðin fyrir nefndina er hvorki meiri né minni en fyrir stjórn eða landlækni. Engin stjórn þorir að láta héruð standa auð. Kjarni málsins er sá, hvort læknar halda saman sem einn maður eða ekki. Níels Dungal þótti einnig þýöingarlaust að raða læknum, því að stjórnin væri ekkert bundin við slíka nefnd, sem engin lög gera ráð fyrir. Eigi að síður væri íélaginu heimilt að senda heilbrigðisstjórninni sínar tillögur, hvort sem hún tæki tillit til þeirra eða ekki. Gunnl. Clacssen taldi fulltrúa læknanna hafa fullan rétt til þess að skrifa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.