Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 18
104 LÆKNABLAÐIÐ fengi nákvæmar upplýsingar um, hvernig það haga'ði störfum sínum, hvaða lyfi það vilcli mæla sérstaklega með (Frakkar nota fleira en eitt lyf), hvem- ig það væri búið til, ef ódýrara þætti að búa það til hér, eða að ná sam- komulagi um að fá keypt j)að, sem landið þyrfti. Auðvitað ætti svo að af- henda þetta lyf ókeypis hverjum, sem hafa vildi, og hafa á því einfalt og heppilegt nafn. Hannes Guðmundsson læknir sagði frá því, að hann hefði í vetur haft kvenmann undir höndum, sem hefði sýkt 3, svo að hann vissi, á meðan hún hefði verið til lækninga hjá sér, og mintist á nauðsynina, að koma slíkum sjúkl. á sjúkrahús. SpurSist hann fyrir um, hvað hugsað hefði verið fyrir því, að Landsspitalinn gæti tekið á móti kynsjúkdómasjúkl., og hvað mörg rúm þeim væri ætluð. Auðvitað hefir þetta sama kornið fyrir mig, en min reynsla er sú, að yfirleitt sé það mjög sjaldgæft, að sjúkl. smiti, með- an eða eftir að þeir eru komnir til læknis, og eru sér j)ess meðvitandi, að vera veikir. Eg geri ]>vi ekki ráð fyrir, að Landsspítalinn jmrfi að hafa neina ákveðna rúmatölu lausa, til að taka á móti þessum sjúkl. En hitt tel eg eina af aðalskyldum hans, að taka á móti þeim kynsjúkdómasjúkl., sem þurfa að komast í sjúkrahús, annaðhvort vegna sjúkdóms síns eða vegna j)ess, að með öðrum hætti verður ekki hafður hemill á j)eim. Um vinnugetu berklasjúklinga og framhaldshjálp til þeirra. (Erindi flutt á aðalfundi Læknafélags Islands 28. júní 1929). Eftir próf. Sigurð Magnússon. Hér á landi dvelja 2—3var sinnum fleiri berklaveikir sjúklingar í sjúkra- húsum en i nokkru öðru landi, miðað við dánartölu berklaveikra. Það er að vísu von j)ó að menn spyrji, hvort ekki geti komið til mála, að lækn- arnir taki of marga sjúklinga i sjúkrahús og haldi þeim þar of lengi. Eg hygg að því verði að svara neitandi yfirleitt, að of margir séu teknir inn i fyrsta sinn. Það er síður en svo, að sjúklingar komi of snemma. Hið gagn- stæða á sér einatt stað eins og kunnugt er. En j)ó að þaö beri við einstöku sinnum, að sjúklingur slæðist inn í sjúkrahús, sem ekki beint þarfnast sjúkrahússmeðferðar vegna berklaveiki, þá liggur j)að í augum uppi, að stundum j)arf að athuga sjúkling í sjúkrahúsi, ef upphafseinkenni eru óglögg, eins og oft er um berklaveiki. Það j)arf oft nákvæma rannsókn og athug- un áður en skorið verður úr, hvort sjúklingurinn hefir „aktiv“ berklaveiki, sem þarfnast sjúkrahússvistar. Hitt er vitanlega sjálfsagt, að útskrifa sem fyrst slíka sjúklinga ef þeir ekki j)arfnast sjúkrahússvistar. Hitt atriðið er veigameira: Höldum viö sjúklingum of lengi á heilsuhæli eða sjúkrahúsi? Berklavarnalögin gera ráð fyrir að fátækir berklasjúklingar fái opinberan styrk til vistar i sjúkrahúsi meðan J)eir J)arfnast j)ar lækningar og hjúkr- unar. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir, að ríkissjóður taki á sig þann kostn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.