Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 12
98 LÆICNABLAÐIÐ „Fundurinn felur stjórn Lf. ísl. aÖ svara erindi hjúkrunarkvenna, eftir aö hafa ráÖfært sig viÖ spítalalækna landsins, sem til næst.“ Feld með 10:7 atkv. Tillaga frá Guðm. Thoroddscn og Gunnl. Clacsscn: „Læknafundurinn skorar á lækna ríkisspítalanna á Laugarnesi, Kleppi og VifilsstöÖum, að taka til athugunar málaleitun hjúkrunarkvennanna og styðja eftir megni að því að þær fái sanngjörn launakjör." Tillaga þessi var samj)ykt með 13:2 atkv. XII. Embœltavcitingamálið tekið fyrir aftur. Gunni. Clacsscn har fram þessa tillögu: „Læknaþingið felur stjórn félagsins að mótmæla því við ríkisstjórnina, að tillögur landlæknis um embættaveitingar hafa verið virtar að vettugi. Fáist ekki vilyrði um að ríkisstjórnin niuni framvegis taka til greina til- lögur landlæknis — samkvæmt fornri venju — felur læknaþingið félags- stjórninni að leggja fyrir næsta læknafund tillögur um samtök lækna, til þess að tryggja sanngirni við veitingu læknaembætta.“ Kvað hann varasamt að gera svo mikla byltingu, sem tillögurnar færu fram á. Nefndin tæplega svo „kompetent“ sem landlæknir. Ef stjórnin væri ófáanleg til þess að virða tillögur landlæknis batnaði málstaður félagsins. Nícls Dungal sagði engin líkindi til j)ess að stjórnin breytti stefnu, og annarsvegar yrði samkvæmt tillögunum talað við alla lækna landsins. Guðm. Hanncsson gerði nokkrar athugasemdir og taldi tillögur nefndar- innar varlegar þegar þess væri gætt, að þær kænni ekki til framkvæmda fyr en talað væri við alla lækna. Ivgólfur Gíslason minti á að læknar hefðu unað við embættaveitingar meðan landlæknir réði, en nú illa síðan j)að hreyttist. Þó væru nú orðnir þeir tímar, að sumum læknum myndi l)ykja engu minni trygging í 5 manna nefnd. Með siðustu embættaveitingum væru ekki eingöngu læknar móðgað- ir heldur og landlæknir. Væri æskilegt að heyra afstöðu hans. Gnðm. Tlioroddscn. Er með slíkri nefnd, sem tillögurnar fara fram á en hinsvegar einnig fylgjandi tillögu G. Cl. Fengi þá félagið fulla vissu um afstöðu landsstjórnarinnar , og vildi hún ekki taka vel í kröfumar sam- kvæmt tillögu G. Cl., J)á væri ennj)á meiri ástæða til j)ess að framkvæma tillögur nefndarinnar. Bjarni Snccbjörnsson. í gær voru menn samþykkir tillögunni, en nú vilja ýmsir fresta málinu til næsta fundar, j)á verður deila á ný um málið og liklegt að það veslist upp. Miklu hrcinlegra að slá í horðið og taka málið í sinar hendur. Full reynsla komin á J)að, hvert stjórnin stefnir, jafnvel ekki víst nema landlæknir verði settur af og einhver stjórnargæðingur sett- ur í staðinn, sem fylgir stjórninni í öllu. Með nefndartillögunum er ekki óvarlega farið. Sigurður Magnússon. Óliklegt að lækna vilji binda sig við tillögurn- ar, og þó að það fengist, getur ónýtt alt. Freistingin mikil, að taka á móti embætti ef stjórnin býður. Landlœknir. Tvisvar hefir ekki verið farið eftir tillögum hans. G. Cl. gat J)ess, að læknar vildu skoða landlækni sem málsvara lækna. Komið fyrir, að hann hafi J)ótt draga um of taum lækna, hækka um of laun J)eirra, gjaldskrá o. fl. Taxtinn gamli var mikil framför, og i 15 ár var hann skammaður á J)ingi fyrir taxtann. Á síðari árum hefir hann J)ó öllu frekar hugsað um hags-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.