Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 16
/iC>2 LÆKNABLAÐIÐ Konráð Maurer Ólafsson, 1)ókhaldari, og kona hans Ragnheiður Síiiionar- dóttir, sem enn er á lífi og bjó hjá Konráði syni sínum. Stúdent varð hann 1906, nieð I. eink., og sigldi eftir það til Kaupmannahafnar og ætl- aði að leggja þar stund á læknisfræði, en vegna efnaskorts hvarf hann heim aftur að vetri liðnum og hélt áfram læknisfræðisnámi hér, og tók embættispróf með I, eink. vorið 1912. Eftir utanför og spítalavist í Kaup- mannahöfn gerðist hann staðgengill Asgeirs Blöndals læknis á Eyrarbakka i okt. 1913. Hann var settur þar héraðslæknir 1. apríl 1914 til hausts, er héraðið var veitt, en dvaldi svo framvegis á Eyrarliakka sem prakt. læknir. Stóð töluverður styr um það,' að Konráð skyldi setjast þarna að, við hlið nýja héraðslæknisins, enda mun það hafa verið i fyrsta sinni hér á landi að embættislaus læknir settist að til þess að stunda lækningar utan Reykja- vikur. Þarna voru þó næg skilyrði fyrir 2 lækna, enda hafa síðan ávalt setið 2 læknar á Eyrarbakka. L 1 : Konráð var þó ekki reglulega ánajgður austan fjalls, og árið 1917 ílutt- ist hann hingað til Reykjavíkur, og fékk brátt mikla aðsókn, enda var hann góður læknir og mjög umhyggjusamur um sjúkliiiga sian. Konráð var meðalmaður á hæð, dökkhærður og fríður sýnum. Hann var mjög ötull og duglegur, að hverju sem hann gekk, t. d. gat varla betri landferðamann. Hann var glaðlyndur og úrræðagóður og mjög trygg- ur vinur vina sinna, og vildi alt fyrir þá gera. Konráð kvæntist 1914 Sigríði Jónsdóttur Sveinssonar, prófasts á Akra- nesi. Þau hjónin mistu eina barnið, sem þau eignuðust, en kjörson tóku þau, sem Bjarni heitir. G.uffin. Thoroddscn. Kynsjúkdómar. Flutt á Læknaþingi 1929, aukið. Eftir M. Júl. Magnús. Því verður ekki ueitað, að kynsjúkdómar fara í vöxt, þrátt fyrir lögin um varnir gegn kynsjúkdómum frá 1923. Þó eiga ekki allir sjúkdómarnir þar óskift mál. Lues fer áreiðanlega ekki i vöxt. Nú mun það afar sjald- gæft að sjá sjúkling sýktan i landinu sjálfu. Þeir, sem fá þann sjúkdóm, sækja hann til útlanda. Verður ekki viÖ því gert. Með þeim siglingum, sem Isl. nú halda uppi, og þeim samböndum við útlönd, sem nú eru, má ávalt búast við að nokkrir sýkist erlendis. Enn er tala þessara sjúkl. innan við 20, og hefir ekki aukist síÖari árin. Ulc. molle er ekki til i landinu. Vöxt- urinn kemur þannig eingöngu niður á einum sjúkdómi, lekandanum. Taflan' sýnir þennan vöxt ljóslega. Hún sýnir, að þrátt fyrir fólksfjölgun, vex þó sjúklingatalan um meira, og það, hvort sem litið er á Rvík eina eða landið í heild. Vöxturinn er með öðrum orðum ekki eingöngu bundinn við Rvík. I töflunni eru börn og útlendingar ekki talin með.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.