Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 26
112 LÆKNABLAÐIÐ á heimilinu, og þá stundum kanske batavœnlegri en þann, sem leitaði sér hjálpar. Ví'ða í ö'Srum löndum er talsvert gert að þessum húsvitjunum, en hvergi eru þær lögboðnar, — kostnaðarins vegna. I öllum okkar mörgu, litlu læknishéruðum, ætti héraðslæknirinn að geta annað þessu, en vitanlega er þar um allmikil útgjöld að ræða (ferðakostnað). Því hefir verið hreyft, að nauðsyn sé á, að hafa hjúkrunarkonu í hverju héraði — e'ða helst hverjum hreppi, og ætla þeirn meSal annars að líta eftir berklaheimilum. En kaup og ferðakostnaður c. 50 héraðshjúkrunarkvenna myndi nema alt að 150 þús. kr. á ári. Höfum við efni á því? — Mér hefir dottið annað í hug; sem sé J)að, að fela ljósmæðrum eftirlitið með berklaheimilunum, hverri í sínu umdæmi, í samvinnu við héraðslækni. Það stendur til, hvort sem er, aS bæta launakjör Jieirra. Mér væri kært að heyra álit fundarins um þetta mál. 3) Vandinn að þckkja vcikina. Próf. S. M. hefir lýst þeim vanda í ritger'ð sinni, sem eg nefndi. Hann talar um, að menn geti gengið með lungnaberkla á alvarlegu byrj- unarstigi, án þess a'ð kenna sjer nokkurs eða neins verulegs meins, og án Jjess að neitt heyrist. Hann bendir á stórkostlega þýðingu Röntgenskoðunar i Jæsskonar grunsömum tilfellum. Röntgentækjum er nú fyrst að fjölga hér á landi, og mun Jætta ýta undir heilbrigðisstjórnina að sty'ðja a'ð því, að sem flest sjúkrahús landsins eignist þau tæki. 4) Scrstök sjúkrahús fyrir bcrklaveikt fólk. Þessir sjúklingar Jmrfa aö ýmsu leyti alveg sérstakan aðbúnað og að- hlynningu, — eins og vi'ð vitum. Iiinsvegar nær það engri átt, að telja hættulaust fyrir veikar manneskjur að lifa í sambýli við berklaveikt fólk. í ö'ðrum löndum tíðkast nú alsta'ðar æ meir og meir að Jirískifta hverju sjúkrahúsi, — 1) Almenningshús (stærst) — 2) berklahús, — 3) far- sóttahús. í almennum sjúkrahúsum sjást J>ar varla brjóstveikir menn, og mjög lít- i'ð um aðra (,,útvortis“) herkla. Þeir eru nú líka flestir hafðir í sérstök- um sjúkrahúsum. Hér eru öll okkar almennu sjúkrahús or'ðin a'ðallega að berklaspítölum (sbr. rannsókn mína 22. fehr. 1929). Þetta má ekki svo til ganga. Eg hefi alveg nýlega skrifað stjórnarráðinu um Jiað málefni.. 5) Hverjir þurfa að komast í sjúkrahús? Það þurfa Jieir, sem ganga með veikina á lágu stigi, eru batavœnlegir. Og þeim má ckki sleppa of snemma. Það Jnirfa ennfremur rúmlægir, smit- andi og hnignandi sjúklingar, sem mikil hætta stendur af í heimahúsum. Þó ber þess að gæta, að í Danmörku, J)ar sem berklavarnir eru taldar að vera í prýðilegu lagi og hafa bori'ð ágætan árangur, J)ar deyja — utan Ivhafnar 67% af sjúklingunum í heimahúsum (í Khöfn 30%). Þá kemur þriðji stóri, kannske stærsti flokkurinn; þeir, sem ganga með vi'ðloðandi, en hægfara berkla, eru rólfærir og meira eða minna vinnufærir og þurfa ckki sjúkrahúsvist eða hælisvist, nema J)á stöku sinnum, stuttan tíma i bili. Þaö er þctta herklafólk, sem er að troðfylla öll hæli og sjúkra- hús landsins, en Jjarf ekki og á ekki J)ar að vera. Þarna er sú ójiarfa út- gjaldabyrði, sem ríki'ð stynur undir. En hvernig stendur á þessu ? Hvers vegna er aðstreymi herklafólks að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.