Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 40
I2Ó LÆKNABLAÐIÐ Curie i líter. Þar næst á Hveravöllum um 30 mro C. í líter, þar sem það var mest. Einnig er það talsvert í Hveradölum við Hengilinn, 15—16 mcro C. í líter. Á sumum hverasvæðum virðist vera nálega' jafnmikið af radon i öllum hverunum, en á öðrum stöðum breytist það mikið frá hveri til hvers, og eru orsakir þess ókunnar; einnig virðist þetta geta breytst með tímanum, en það hefir eigi verið rannsakað hér enn. Ef lækningar eiga að að hyggjast að einhverju leyti á radium-lofti, þá er nauðsynlegt að ganga fyrst úr skugga um, hvort það sé verulegum breytingum undirorpið, með tímanum. Þar sem alt er á hverfanda hveli, er litlu til kostandi. í hveraleir hefi eg leitað að radium á allmörgum stöðum í þeim lands- hlutum, sem eg hefi farið um, en ekki orðið þess var, að leirinn hefði neitt verulegt af því dýrmæta efni, en-rannsóknir mínar eru enn of takmark- aðar. Eigi hafa heldur verið gerðar miklar tilraunir með lækningar með hveraleir, en reynslan virðist þó hvetja til þess, að frekari tilraunir væri gerðar í sambandi við nánari rannsókn á efnum hveraleirsins. Vafalaust má nota hveraleir á ýmsan annan hátt, og rannsókn á honum hefir þýðingu fyrir þá, sem skilja vilja, hvernig hergtegundir ummyndast af hveragufu og hveravatni. Úr útlendum læknaritum. World League for Sexual Reform on a scientific basis (W. L. S. R.j. Alþjóðasamband þetta liélt annan fund sinn í Kaupmannahöfn i,-—5. júli 1928, undir forsetu próf. August Forel, Havelock Ellis og Magnus Hirsch- feld. Er nýútkomin fundargerðin, 304 síðu hók, á forlagi Levin & Munk- gaards og Georg Thieme, Leipzig. Markmiði sambandsins er best lýst með orðréttri samþykt fundarins: ,,The International Congress for Sexual Reform on a Scientific Basis appeals to the legislature, the press and people of all countries, to help to create a new legal and social attitude (based on the knowledge which has heen acquired from scientific research in sexual biology, psychology and sociology) towards the sexual life of men and women.“ At present the happiness of an enormous nuinber of men and women is sacrificed to false sexual standards, to ignorance and to intolerance. It is, therefore, urgently necessary that the many sexual problems (the Position of Women, Marriage, Divorce, Birth control, Eugenics, Fitness for Marriage, the Unmarried Mother and the Illegitimate Child, Prosti- tution, Sexual Abnormality, Sexual Offences, Sexual Education, etc.) should be re-examined from a commonsense and unbiassed standpoint and dealt with scientifically." Ef til vill verður ástæða til Jiess að minnast eitthvað nánar á sumt i þess- ari hók. H. T. Radíum-söfnun Svía. Soc.-Medic. Tidskrift, apr. '29. Féð, sem safn- að var á sjötugsafmæli Svíakonungs, nam kr. 5.050.000. Verður varið til vísindalegra rannsókna og lækninga á krabbameini. Meiri hluta fjárins verður varið til radium-kaupa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.