Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 121 gegn sýkileitri og verkar afeitrandi á líkamann (Bcnda). Önnur líffæri taka brátt að sér starf þess (vikariera), cf það er tekið burt, svo úrfallsmerki (Ausfallserscheinungen) þau, sem koma i ljós fyrst eftir miltisnám, falla bráðlega niður aftur. Koma þar helst til greina eitlar, lifrin, mergurinn og æðafóðrið (endothel), enda verða vefjabreytingar, t. d. í lifur, eftir miltisnám, svo sumar frumur hennar taka að líkjast miltisfrumum (Dietricli). Menn hafa haldið að mótstaða gegn næmum sjúkdómum minkaði eftir miltisnám, en það er vafasamt, a. m. k. virðast kanínur ekki sýna minkað mótstöðuafl gegn syfilis, þótt sviftar séu milti (Nothaas & Maycda). Horfur fyrir árangri aögerðarinnar standa í öfugu hlutfalli við ákefð blæðingarinnar, en í réttu hlutfalli við þann hraða, sem hafður er á að fram- kvæma uppskurð. An uppskurðar verður dánartalan alt að ])vi 100%, með fljótri og réttri aðgerð þarf hún ekki að vera há. Af 203 tilfellum, sem Ouénu telur hafa verið beitt skurði, fram að 1912, dóu 67 eða 33%, en af 150 frá 1912 til 1925 dóu 36 eða 21,74%, meðaltal 29,17%. Schlcgcl telur dánartöluna við þau 15 tilfelli af síðblæðingú, sem hann veit um, 20%, en 35% þar sein blæðingin kemur í beinu áframhaldi af slysinu. Giffin telur 4 tilfelli frá The Mayo Clinic, á árunum 1904—1925, með 25% dánar- tölu, en Podobcdozoa telur frá Obuchow 6 tilfelli, með 67% dánartölu. Pcrrin safnaði skýrslu um 18 tilfelli af síðblæðingu með 55,5%. Langítarlegust er rannsókn Quénu's, og því mest upp úr henni leggjandi. Aldur sjúk- linganna hefir talsverða þýðingu í þessu sambandi, því dánartala hjá þeim sem eru innan tvítugs, er ekki nema 14%, en 32% hjá þeim, sem eldri eru (Quénu). Sennilega stafar þessi munur af því, að þau vikarierandi líffæri eru fljótari að taka yfir á sig starf miltisins hjá ungu fólki. Það hefir sýnt sig, að ýmsir af þeim dánu hafa lifað fram á 3. eða 4. dag eftir skurðinn, og má þar gera ráð fyrir, að þar hafi hin önnur blóðmyndandi líffæri ekki verið einfær um að bæta úr þeim blóðskorti, sem orðinn var, án miltisins. Enda nefnir Quénu eitt dæmi, þar sem dauðinn kom á 8. degi, eftir að blóðmælingar höfðu sýnt áframhaldandi rýrnun á hæmoglobini. Þetta er enn ein hvöt til að framkvæma uppskurð nógu snemma, áður en blóðskort- ur er orðinn það mikill, að blóðgetnaður (hæmatopoiesis) eftir á hrökkvi ekki til. Það er sjálfsögð regla, að gera prófskurð (laparotomia explorativa), ef maður hefir nokkura ástæðu til að ætla, að innýfli hafi sprungið eftir meiðsli. Sú regla var tekin upp hjá herlæknum, ]>egar leið á ófriðinn mikla, að gera slíkan skurð í öllum vafatilfellum, og lækkaði við það dánar- tala við innýflameiðsli um 10% (Deaver; á sjálfsagt við her Bandamanna. eða a. m. k. U.S.A.). Sérstaklega ber að varast í þessu efni síðblæðingu frá milti, — hémorragie retardée. Ef maður hefir fengið högg á kviðinn vinstra megin ofan til og sýnir þar vöðvaviðnám, þá er sjálfsagt, — einkum ef púlshraði helst lítið eitt hækkaöur, — að gera prófskurð, þótt nokkurir dagar sjeu liðnir frá meiðsli, og líðan að öðru leyti ágæt. Að öðrum kosti má búast við síðblæðingu, sem getur drepið manninn, áður en tími vinst til viðgerðar. Innblæðing, — þar meö auðvitað talin t. d. brestur á eggi utan legs, — þarfnast skjótari aðgerða heldur en flestar aðrar tegundir af iðrafári — acute abdomen. Það getur oft verið gott, þar sem ekki er blæðing heldur bólga, að bíða litið eitt með uppskurðinn, ef maður veit ekki í hvaða líf-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.