Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 38
124 LÆKNABLAÐIÐ Um hveranotkun til lækninga, og hverarannsóknir. Erindi lesiö upp i Læknafélagi Rvikur n. mars 1929. Eftir Þorkel Þorkelsson eÖlisfræÖing. Laugar hafa veriÖ notaÖar til ba'Öa frá þvi land byg'Öist; um þetta geta sögurnar þráfaldlega, en lítill sómi var þessum baÖstÖÖum þjóðarinnar sýnd- ur, aÖeins á stöku staö lagaÖ ofurlitið rensli lauganna og bygðir sundkofar, þó ófullkomnir mjög. Merkasta mannvirkið hefir verið Snorralaug í Reyk- holti, en einnig er geti'ð um Marteinsbað i Haukadal, er Marteinn biskup lét gera. Vafalaust hefir verið einhver umbúnaður við Laugarásslaugar, sem notaðar voru sem baðstaður frá Skálholti, og hefir án efa haft töluverða þýðingu, þótt hvergi komi þetta berlega fram. Það er vafalaust, að minni hyggju, að þessar laugar hafa verið oft notaðar til heilsubaða, en ekki að- eins sem hreinlætisböð; en ábyggilegar sagnir um það fást nú tæpast. Hins- vegar er alkunnugt, að þurraböðin eru eingöngu notuð sem heilsuböð. Um þessi þurraböð eða jarðböð eru til margar frásagnir og allgóðar lýsingar á sumum, en því verður slept, að fara nánar út í það. Fimm þurraböð eru nafngreind, sem sé Þeystarreykja-, Mývatns-, Klofa-, Grafarbakka- og Þjórsárholts-þurraböð. Jarðbaðið á Grafarbakka við Litlu-Laxá er, eins og Þjórsárholtsjarðbaðið, allmikið þekt og hefir verið til skamms tima. Var þar hola grafin í heitan jarðveginn og bygt hús yfir. Ófullkomið mun þetta samt hafa veri'ð og óvistlegt fyrir sjúklinga. Mest þekt var þurra- baðið við Mývatn. Það var sunnarlega í Jarðbaðshólum, sem eru rétt hjá Bjarnarflagi austan við Mývatn. Ba'ð þetta lagðist niður að mestu á fyrri liluta 19. aldar. Lýsingar eru til af þessu jarðbaði, og þar gerðu þeir rann- sóknir og hitamælingar, Sveinn Pálsson (1794) og Thiénemann (1820). Um Jnirrabaðið í Jarðbaðshólum sag'ði Jón bóndi í Reykjahlí'ð mér 1906, að fólk hefði eigi mátt vera þar einsamalt, því að hætta hefði verið á því, aö það sofnaði og vaknaði þá varla aftur til lífs. A þann hátt sagði hann að Aldis nokkur, í ætt við hann langt aftur, hefði dáið í þurrabaðinu um e'ða fyrir aldamót 1800. Meðfram af þessu og þar af leiðandi geig manna við að nota baðið, og svo af því, að holdsveikt fólk tók að nota það mikið og fældi við það aðra frá þvi, lagðist baðið smátt og smátt niður litlu eftir aldamótin 1800, eða snemma á 19. öld. Þó var það við líði, er Thiene- mann kom þar 1820. Baðið var aðallega notað af gigtveiku fólki og holds- veiku. Það var mér sagt, að holdsveikt fólk hefði eigi fengið fullan bata svo menn vissu, en böðin hefðu dregið úr veikinni eða réttara tafið fyrir henni að komast i algleyming. Og mig mihnir, að sama væri reynslan hér sunnanlands. Eins og áður er getið, hafa menn vafalaust orðið þess varir, að böð í hveravatni væru heilsusamleg, en þó hafa úiér vitanlega engar sagnir varð- veizt um það. Það einasta, sem eg hefi rekið mig á og man eftir í svipinn, eru ummæli Hálfdanar Jónssonar lögréttumanns á Reykjum í Ölfusi. 1 lýsingu sinn á Ölfusi segir hann: „Hveravatn þrálega drukkið, meina menn sé þeim mönnum gott, er brjóstveikir eru.“ Og virðist þetta koma vel heim við reynslu manna hin síðustu árin. Einkennilegt er það og, að þetta er sagt um sama hverasvæ'ðið og nú hefir fengist nokkur reynsla um. Svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.