Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 20
io6 LÆKNABLAÐIÐ part í heilsuhælunum sjálíum, sumpart í sérstökum stofnunum fyrir vinnu færa sjúklinga (að lokinni heilsuhælisvist) þar sem sjúklingar eru æfðir í iðn sinni eða þeim kend ný iðn er gæti verið þeim til hags síðar í lifinu. Nefna má í þessu sambandi stoínanirnar ,,Altroworkshops“ og „Tomahawk- Lake-Camp“ í Ameríku. Þar er allur aðbúnaður góður, nákvæmt læknis- eftirlit, loftgóðir vinnusalir, fullkomnar vélar sem létta vinnuna og vel goldið fyrir hana. En þessar stofnanir bera sig að vísu ekki fjárhagslega, svo mikils virði er vinnan ekki, en sjúkl. líður vel þann tiltölulega skamrna tíma, sem þeir dvelja í þessum stofnunum; en litlar sagnir eru um hvernig fer fyrir þeim, þegar heim er komið. Öldungis sérstæðileg er Papworth-nýlcndan hjá Cambridge á Englandi, sem Varricr-Jones hefir stofnað og stendur fyrir. Þar eru margskonar vist- arverur: sjúkrahús, „heilsuhæli", vinnuskálar, fjölskyldubústaðir o. fl. Hug- sjón Varrier-Jones er sú, að skapa hér berklaveikum sjúklingum góð skil- yrði til þess að vinna fyrir sér .til langframa undir heilbrigðiseftirliti, því að hann litur svo á, að það sé til tiltölulega lítils gagns, að láta sjúklinga vera fleiri eða færri mánuði í heilsuhæli og láta þá svo fara heim til sín, því að þar sæki í sama horf um sjúkdóminn og áður sakir örbirgöar og eftirlitsleysis, því að þessir sjúklingar með skertri vinnugetu geti ekki stað- ist samkepnina við fullhrausta verkamenn. Tilhögunin á Papworth-stofnuninni er þessi: Fyrst fara sjúklingarnir í hið eiginlega sjúkrahús — Papworth Hall. Þar eru þeir aðeins fáa mán- uði, meðan þeir þarfnast eiginlegrar sjúkrahúshjúkrunar. Að því búnu fara þeir á „heilsuhælin", sem mjög eru ólík venjulegum heilsuhælum. Hver sjúklingur hefir sitt sérstaka hæli, „Shelter“, þ. e. lítill timburskúr, 2 metra langur og 2 m. breiður. Suðurhliðina er hægt að opna, og á vestur- og austurhlið eru einnig vindaugu, sem hægt er að hafa opin eða lokuð eftir vindstöðu. Inni í þessu byrgi er svo rúm, þvottaborð, skápur, borð og stóll. Engin upphitun. í fyrra voru 80 slik Shelters fyrir karla og 24 fyrir konur. Þar sofa sjúklingarnir og hvíla sig, en jafnframt byrjar vinna í vinnuskál- utti, fyrst aðeins i 1—2 klukkustundir, síðar lengur eftir getu. Til afnota fyrir þessa Shelters-búa er einnig sameiginlegur skáli með matsal, böðum og billiardstofu. Þegar sjúklingarnir hafa verið nægilega lengi í þessum ,,Shelters“ og orðnir tiltölulega vinnufærir, þá verða þeir „Expatients“, þ. e. þá er sjúkrahús- og heilsuhælisvist þeirra lokið, þeir eru orðnir iðnaðar- menn. Þá geta þeir fengið húsaskjól á sérstökum einhleypingaheimilum, hin- um svokölluðu „hotels“, eða ef þeir eru svo vinnufærir að geta alið önn fyrir fjölskyldu sinni, þá geta þeir fengið litil fjölskylduhús til leigu fyrir h. u. 1). 50 sh. á mánuði. Hver fjölskylda býr i sérstöku húsi og húsrúmið samsvarar venjulegum enskum f jölskyldubústað verkamanna. En þó að um föður með opinni berklaveiki sé að ræða og þó að svefnherbergi sé stund- um ekki nema eitt, þá er sagt að ekkert barn hafi orðið berklaveikt hjá þessum fjölskyldum, þau h. u. b. 12 ár sem þetta berklahverfi hefir staðið. Vinnuskálar eru i góðu lagi og mjög notaðar rafmagnsvélar til léttis. Hér eru gerö ýms einföld húsgögn úr tré, handkoffort úr leðri, nafnspjöld, aug- lýsingaspjöld, bættir skór og jafnvel prentaðar bækur o. fl. og vel goldið fyrir vinnuna. Fyrv. sjúkl. (expatients) stjórna að miklu leyti þessum iðn- aði, sumir eru reikningshaldarar og skrifstofumenn, aðrir ferðast um land- ið sem vörubjóðar o. s. frv. Aftur á móti eru sjúklingar ekki notaðir til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.