Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 125 óvíst er, hvort þetta á aÖ eins viÖ þetta eina hverasvæÖi, eÖa getur átt viÖ hveravatn hér alment. Þetta þyrfti aÖ rannsaka, bæÖi með því að rann- saka eiginleika vatnsins og hveragufuna í Ölfusinu og annarsstaöar og bera það saman, og helst að gera lækningatilraunir einnig annarsstaðar. Rannsóknir á hveravatni hafa fáar verið gerðar hér á landi og eru að nokkru úreltar þær helstu og elstu, því aÖ vatnið var geymt á flöskum um langan tíma þar til þaÖ var rannsakað. En það er kunnugt, að við geymslu breytir það sér, og verður því niðurstaöan önnur en við prófun, sem gerð er á staðnum, eða undir eins og vatnið er tekið. Damour gerði nokkrar analysur á hveravatni, sem Descloiaux tók hér 1846. Analysur þessar eru fáar og nú orðnar svo gamlar, að lítið er á þeim að byggja um nútíma efnasambönd hveravatnsins, enda ennþá mikið til órannsakað, hve mildð hverar breyta sér. Víst er þó þaö, að útlit hveranna breytist mjög mikið, svo að á fáum árum verða sumir hverar eigi þekkjanlegir. Samt er þetta mjög mismunandi, j)ví að á öðrum stöðum virðast sömu laug- arnar haldast óbreyttar öld eftir öld. Vitanlega standa breytingar á hver- um oft í nánu sambandi við landskjálfta, en eigi eru nægilega kunnar or- sakir breytinganna, sem verða þess á milli. Fyrir framtíðarnotkun hvera er þetta mikilsvert atriði, því að eigi dugar að leggja í mikinn kostnað við hvera, sem geta alt í einu tekið upp á því að hverfa eöa flytjast burtu, eins og sagt er um suma hvera. Hveraloftið hefir vcrið meira rannsakað, sérstaklega af Bunsen (1846) og mér (1906 og síðar), og eru um það ýmsar reglur; en margt er þar þó ógert, og stór svæði af landinu hafa enn þá alls ekki verið rannsökuð, og því algerlega óvist, hvað kann að koma á daginn, er rannsókn fer fram. Laugar í Borgarfirði, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og í Húnavatnssýslu, og svo á Austurlandi, bæði í Vopnafirði og Laugarvalladal, hafa aldrei verið rannsakaðar, nema hiti margra þeirra hefir verið mældur. Og í þeim landshlutum, sem rannsóknir hafa verið gerðar, eru ýms hverasvæði ókönnuð, svo sem á Skaganum milli Skaga- fjaröar og Eyjafjarðar, á Skeiðum,-við Laugarvatn og víðar (í Brennisteins- fjöllum, Kvekfjöllum við Torfajökul, við Þej'starreyki, Fremri námur og í Dyngjufjöllum). Hvergi eru, svo eg viti, jafn margbreytilegar hveragufur og hér á landi. í mörgum laugum er hveraloftið nálega eintómt köfnunar- efni, að eins dálítið af argon, neon og helium, þessum sjaldgæfu, inactivu lofttegundum. í öðrum er mest alt hveraloftið kolsýra (ölkeldur; hverarnir á Reykjanesi hafa og um og yíir95%kols.). 1 fáeinum er um helmingur hvera- loftsins vetni (H2) (Námafjöll við Mývatn). Þá er það mjög mismun- andi, hve mikið er af brennisteinsvetni; mest hefir það fundist um tæp 30%, en í mörgum laugum og hverum er eins og kunnugt er ekkert af því. Súr- efni (02) kemur fyrir í hveralofti, en þó fremur sjaldan, og hvergi meira en samsvarar efnasamsetningu andrúmloftsins (21%). I sumum hvera- augum, sem svipa til jarðbaðanna, er efnasamsetning hveragufunnar ná- lega þessi. Hér er vatnsgufa ekki talin með, og lofttegundir hveraloftsins taldar i rúmtaka-prócentum. Ofurlítið hefir fundist af methan, en ekkert svipað því, sem á sér stað sumstaðar erlendis. Hér fer methan eigi yfir ij'2%, eftir þeim mælingum, sem eg hefi gert. Hveraloftið hefir að geyma radium emanation (radon), en mjög er mun- urinn mikill á þessu radium-lofti hjá hverunum. Víða er það lítið, en tölu- vert hefir fundist annarsstaðar. Mest í Kerlingarfjöllutn um 40 millimicro

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.