Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 97 Gnðm. Thoroddscn vildi ekki samþykkja tillöguna, íyrr en hann vissi vilja stjórnarinnar í þessu máli. Hclgi Tómasson taldi mjög áríðandi fyrir alla lækna, sem hafa nokkuð með spítala að gera, að hafa sem best mentaðar hj úkrunarkonur. Til þess verður framljoðið að vera svo mikið, að hægt sé að velja úr, og það út- heimtir aftur að störfin sé vel launuð. G. Th. sagði, að engin umsókn hefði komið um hjúkrunarnám, síðan uppistandið varð á Vífilsstöðum í vetur, taldi launalækkunina ástæðuna, eins og hjúkrunarkvennafélagið héldi fram. Þetta er ekki rétt. Félag hjúkrunarkvenna var sjálft farið að takmarka tölu hjúkrunarnema, áður en Vífilsstaða-uppistandið kom til; þær sögðust ekki hafa námspláss fyrir þær erlendis. Tilboð landsstjórnarinnar er of lágt, en þó að nokkru leyti réttmætt, vegna þess, að sumar af hjúkrunar- konunum hafa ekki þá mentun, sem við heimtum af þeim. Ef hjúkrunar- konur eiga að fá þau laun, sem þær heimta, þá þarf líka að heimta hærri laun fyrir fleiri starfsmenn á spítölunum. Mótfallinn því, að vísa tnálinu til stjórnarinnar. Þá var fundi frcstað til kl. 9 e. h. Sigurður Magnússon taldi varasamt, að Ijyggja á taxta þeirn, sem hjúkr- unarkonur sendu. Taxti dómsmálaráðherra er óviss að komast gegnum þing- ið. Rétt væri þó, að læknar styddu hjúkrunarkonurnar eftir þvi, sem þeir sæju sér fært. Gaf ýmsar upplýsingar um málið. Viðvíkjandi því, að hjúkr- unarkonur væru ekki svo færar sem skyldi, eins og dr. H. T. hefði sagt, þá bötnuðu þær ekki við að færa launin niður. Þótt laun ísl. hjúkrunar- kvenna væru máske hærri að krónutali en í Danmörku, þá væri peninga- gildi lægra, og eftirlaun engin. Guðm. Hanncsson sagði fleiri dómbæra um hjúkrunarkvennamálið, en læknana á stóru spítölunum. Héraðslæknar með smáu sjúkrahúsin og skýlin væri annar þáttur, og þar gætu dýrar hjúkrunarkonur víða ekki komið til tals. Kvað heppilegast að vísa málinu til stjórnarinnar. Sœmundur Bjarnhjcðinsson. Sagði ómögulegt að þær, fremur en læknar, ynnu erfið verk af tómum ideellum ástæðum, fyrir mjög lágt kaup, og nú á dögum yrði að þvi að stefna, að hjúkrunarkonur hefðu sem besta mentun. Ófært að auglýst sé eftir hjúkrunarkonum, án þess að segja hvert kaupið sé, eins og gert hafi verið á Kleppi. Hclgi Tómasson. Þykir hjúkrunarkvennafélagið setja kröfur sínar óheppi- lega fram, og taka verði tillit til kunnáttu og færleiks, þegar taxti er saminn. Tillaga G. H.: „Málinu sé visað til stjórnar fél. til afgreiðslu," var feld. Tillaga frá Sigurði Magnússyni: „Fundurinn lýsir óánægju sinni út af framkomu dómsmálaráðuneytisins gagnvart hjúkrunarkonum á sjúkrahús- um ríkisins, svo sem því, að segja þeim upp stöðu sinni í því skyni að lækka að miklum mun laun þerra, án þess að ráðfæra sig að nokkru leyti við lækna sjúkrahúsanna eða láta þá vita um þetta. „Hinsvegar vill fundurinn ekki i þetta sinn taka afstöðu til hinna ýmsu liða í launa uppástungu ráðuneytisins eða ,,Félags ísl. hjúkrunarkvenna", en álítur hinsvegar að ekki hefði átt að lækka laun hjúkrunarkvenna frá því sem þau voru fyrir síðasta nýár.“ Fyrri hluti tillögunnar var samþyktur með 13:5 atkv., en seinni hlut- inn feldur með 9: 6 atkv. Tillaga Ingólfs Gíslasonar:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.