Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 14
100 LÆKNABLAÐIÐ unar, menn verSa aÖ hugsa sig vel um áður tekin sé ákvöröun, og er því meÖ tillögu G. Cl. Helgi Tómasson. Stjórnin getur kvatt til aukafundar þegar fengin er vitneskja um vilja félagsmanna. Gnðm. Hannesson. Er andvígur tillögu G. Cl. vegna þess, aÖ svar lands- stjórnarinnar er gefiÖ fyrirfram, neitandi. Okkar versti þröskuldur er ekki landsstjórnin heldur tiÖarandinn. Gnðm. Bjórnson. Þetta er satt. Mennirnir hverfa, en tiðarandinn breyt- ist hægfara. Ef menn vilja vinna á móti því, aö alþýÖa taki veitingarvald- iÖ, þá verÖa menn aÖ fara varlega. Því má ekki samþykkja tillögur nefnd- arinnar. Guðm. Hannesson. Er ekki viss um aÖ þing samþykki lög um kosningu lækna. En þetta vofir yfir. Halldór Stefánsson. Sé ekki neina hættu á því, þó aÖ lög komi um kosn- ingu lækna. Læknafél. ísl. getur ráÖiÖ því hverjir bjóða sig fram. Þórður Sveinsson. ÞaÖ er rétt að fara sér hægt, en gott er hvað þetta mál bendir á vaxandi samtök lækna. Skynsamlegt er að fara þá leið, að vera kurteis og spyrja fyrst, og því rétt að samþykkja tillögu G. Cl. Guðm. Thoroddsen bar fram þessa tillögu: „Læknafundurinn felur stjórninni að leita undirtekta allra ísl. lækna um tillögur þær, sem fram hafa komið á fundinum frá emhættaveitinganefnd- inni og veitir henni heimild til þess að kosta slíka eftirgrenslan af sjóði félagsins og taka síðan ákvörðun um hvað gera skuli.“ Þá var þorin upp tillaga Gunnl. Claessens í tveim hlutum, fyrst þessi málsgrein: „Læknaþingið felur stjórn félagsins að mótmæla því viÖ ríkisstjórnina að tillögur landlæknis um embættaveitingar hafa verið virtar að vettugi.“ Nafnakall var haft og já sögðu: Sæmundur Bjarnhéðinsson, Katrin Thoroddsen, Guðni Hjörleifsson, Helgi Tómasson, Þórður Sveinsson, Gunnl. Claessen, Árni Pétursson, Gunnl. Einarsson, Einar Ástráösson, Daníel Fjeldsted, Níels Dungal, Ólafur Þorsteinsson, Ólafur Finsen, Bjarni Snæbjörnsson, Ólafur Ó. Lánisson, Ivjartan Ólafsson, Sveinn Gunnarsson, Valtýr Albertsson, Sigurmundur Sigurðsson, Halldór Stefánsson, Jón Jóns- son, Ingólfur Gíslason, Guðm. Thoroddsen, Þórður Thoroddsen. Nei sagði Guðm. Hannesson. Landlæknir greiddi ekki atkvæði. Þá var seinni hluti tillögunnar borinn upp, og viðhaft nafnakall. Já sögðu: Sæmundur Bjarnhéðinsson, Guðni Hjörleifsson, Helgi Tómas- son, Gunnl. Claessen, Gunnl. Einarsson, Sveinn Gunnarsson, Guðm. Thor- oddsen. Nei sógðu: Katrín Thoroddsen, Valtýr Albertsson, Árni Pétursson, Ein- ar Ástráðsson, Daníel Fjeldsted, Níels Dungal, Ólafur Þorsteinsson, Ólafur Finsen, Bjarni Snæbjörnsson, Ólafur Ó. Lárusson, Kjartan Ólafsson, Sigur- mundur Sigurðsson, Halldór Stefánsson, Jón Jónsson, Ingólfur Gíslason, Guðm. Hannesson, Þórður Thoroddsen. Landlæknir og Þórður Sveinsson greiddu ekki atkvæöi. Þá var borin upp tillaga Guðm. Thoroddsens. Nafnakall: Já sógðu: Allir þeir, sem greitt höfðu atkvæði með fyrri hluta tillögu G. Cl. og auk þeirra Guðm. Hannesson, alls 25.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.