Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 107 vinnu í sjálfum sjúkrahúsunum til þess aS létta undir meÖ rekstri þeirra. Margir, og þar á meÖal VTarrier-Jones, líta svo á, aÖ orsökin til þess að svo lítið hefir oröiö úr hinni svokölluÖu vinnulækningu á heilsuhælum, hafi veriÖ sú, að mörgum sjúklingum sé óljúft að gegna starfi, sem að þeirra áliti ætti að hvíla á hinum föstu starfsmönnum. f'að er svo um Papworth-stofnanirnar og aðrar slíkar stofnanir, að þær 0eta ekki borið sig án fjárstyrks annarsstaðar frá, enda eru misjafnir dóm- ar manna um það, hvort kerfi Varrier-Jones sé bygt á nægilega traustum þjóðhagslegum grundvelli, og margir álíta að árangurinn svari ekki kostn- áði, en hvað um það: Tilraunir hans eru stórlega merkilegar, því að það stóra vandamál krefst lausnar, hvernig eigi að aðstoða lærklaveika sjúklinga svo best sé fyrir þá og þjóðarhaginn. Þá sný eg mér að Norðurlöndnm. Hclms yfirlæknir var þar sá fyrsti sem reyndi sjúklingavinnu á heilsuhæ’um, fyrst í Haslev og siðan í Nakke- bölle. Þau eru kvennahæli. Það var aðallega saumaskapur og smáviðvik inn- anhúss, sem konurnar voru settar til. Þetta hefir að vísu ekki stórvægilega þýðingu sem vinnustæling, því að konur eru hvort sem er iðulega eitthvað að vinna í höndunum, eða sú er reynslan á Vífilsstöðum, en sá er munur- inn, að hér hjá okkur gera þær það til þess að halda við fatnaði sínum eða til skemtunar og smáhagnaðar. (trðugra hefir reynst að finna hæfilega vinnu fyrir karlmenn, og af þvi hefir árangurinn orðið tiltölulega lítill. Sumstaðar hafa þeir þó verið settir til ýmsrar vinnu úti við, svo sem til vegavinnu kringum hælin og smávægilegrar trévinnu og garðyrkju, en það hefir ekki verið nema með höppum og glöppum yfirleitt, alt eftir árstíðum og veðri, og aðallega hafa aðeins þeir hraustustu tekið þátt í þeirri vinnu og að eins um skamma stund, og eg hygg, að hún hafi oftast haft lítið að segja bæði fyrir sjúklingana og rekstur hælanna. Að eins á einum stað á Norðurlöndum hefir verið komið upp reglulcgu vinnuhæli fyrir króniska herklaveika sjúklinga. Þessi tilraunastofnun er Glittre vinnuhœli, sem rekið er í samhandi við Glittre heilsuhæli í Noregi. Eins og yður er kunnugt, þá eru dreifð um allan Noreg smá berklaveikra- hæli (tuberkulosehjem). Þar eru sérstaklega króniskir smitandi sjúklingar, sem ekki geta verið á heimilum sínum sakir smitunarhættu. Sumir slíkir sjúklingar eru tiltölulega hraustir, en orðnir afvanir vinnu og eiga enda örðugt með að fá vinnu sem þeir þola. Fyrir slíka sjúklinga er þetta vinnu- hæli stofnað fyrir h. u. 1). 4 árum. Það er fyrir 30 karlmenn, því að menn litu svo á, að kvenfólk ætti hægra með að fá létta vinnu í heimahúsum. Það sem unnið er i þessu vinnuhæli er aðallega trésmíði, skósmíði, körfu- gerð, bókband, garðyrkja og hænsnarækt. Lengsti vinnutími er 6 stundir á dag. Læknar Glittre heilsuhælis hafa umsjón með sjúklingunum og ráðs- maður vinnuhælisins stjórnar vinnunni, en miðdagsmat og fataþvott fá sjúklingarnir frá heilsuhælinu. Árangurinn af ]>essari starfsemi hefir ekki orðið glæsilegur. Verukostn- aður hvers sjúklings hefir orðið ríflega 5 krónur á dag. Þar af eiga sjúkl. að greiða af vinnu sinni kr. 1,20 á dag, hitt greiðist úr ríkissjóði, en það hefir reynst örðugt að láta sjúklinga greiöa þetta'litla meðlag, því að sann- virði vinnunnar hefir reynst harla lítið. Það má því segja að þessi tilraun hafi hingað til ekki hepnast vel, en hún er að vísu á byrjunarstigi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.