Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 119 sú, aÖ sársaukatilkynning berst eftir n. phrenicus, sem innerverar miÖhluta þindarinnar ásamt meðfylgjandi brjósthimnu og lífhimnu, upp í phrenicus- stöðina í hálsmænunni, en stöðvarnar fyrir taugarnar, sem liggja út í axl- irnar, hafa aðsetur í sömu mænusneið (segmenti)' og taka ranglega til sín þau skilaboð, sem þindartaugin flytur. Þetta fyrirbrigði er nauðsynlegt að þekkja og skilja, því það er þýðingarmikið einkenni við iðrafár, — „acute abdomen", — ef það er á annað borð fyrir hendi. í þessu samliandi má minnast á annað algengt fyrirbrigði. Það er þegar verkir koma fram í innervationssvæði annarar mænusneiðar en þeirrar, sem hið sýkta líffæri tilheyrir, t. d. þegar verkir frá bólgnum líffærum í brjóstholi staðfestast uiidir bringspölum (algengt við þrota eða samvexti í brjósthimnu), jafn- vel alla leið niður á McBurney’s depli (byrjandi lungnabólga), eða verkir frá sýktum líffærum neðan þindar liggja upp undir ljrjóstbeini. Þetta getur komið til af því, að taugastöðvar þess svæðis, sem sýkt er, séu ekki eins viðkvæmar fyrir áhriíum, eins og stöðvarnar i nálægri mænusneið, og við- kvæmu stöðvarnar taka ]>ví við sársaukaboðunum og senda þau áleiðis til heilans, sem sín eigin (Head’s lögmál). Skylt þessu er ])að fyrirbrigSi, sem Englendingar kalla „over-lapping“ (Pottcnger). Það cr þegar einstakt, sýkt líffæri orsakar verki á stóru svæði umhverfis sig. Neyðarópin frá hinu sýkta líffæri eru þá svo sterk, að þau heyrast ekki eingöngu í þess eigin mænustöð, heldur einnig í öllum nálægum stöðvum, og þær senda allar í senn tilkynninguna um sársauka til heilans. Þessi margþætta hluttekningar- starfsemi mænustöðvanna, — ef svo mætti að orði komast, — gerir það að verkum, að verkir frá innýflum eru svo margbreytilegir, að oft getur verið mjög erfitt að átta sig á, frá hvaða líffæri þeir stafa. Púlsinh getur oft gefið mikilsverðar upplýsingar við slik meiðsli, sem ]>að, er hér um ræðir. Eítir ])vi sem meira blæðir, má búast við, að hann verði bæði linari og tíðari. Þó er púlshraðinn alls ekki eins örugt einkenni við innýflameiðsli og við mætti búast. Eg hefi t. d. fengið eitt tilfelli af sprungu á görn, þar sem púlsinn var hægur, þangað til mögnuð lifhimnu- 1)ólgueinkenni konut í Ijós. Það var rupt. ilei subcut. á 5 ára gönilum dreng, sem hrapaði við að klifra í kletta. Shockpúls er einmitt oft hægur. Púls er oft hægur við lifrarsprungur (gall-púls). Sömuleiðis við sprungu á nýra (Rcavcs). Við miltissprungur er hann venjulega hraður, enda þótt dæmi séu til þess gagnstæða, þrátt fyrir allmikla blæðingu (Quénu, Cislcr). Ef púlshraðinn fer hækkandi jafnt og þétt, eftir áfall á kviðinn, er uppskurð- ur sjálfsagður, en það er hann líka, þótt púlsinn haldist hægur, ef önnur einkenni benda á iðrameiðsli, enda telur Quénu púlshraðann frekar gefa upplýsingar um prognosis en diagnosis. Púls helst oft hraður, lengi eftir að miltað hefir verið tekið burt og sjúkl. er kominn á stjá, og svo var í þessu tilfelli mínu. Dcyfa við huppana, sem færist eftir því, hvernig sjúkl. er hallað, er ágætt einkenni upp á innblæðingu, sýnir vökva í kviðnum. Það einkenni telur Quénu hafa fundist í )4—lÁ al" miltissprungum, en það hverfur jafnskjótt og upp- þemba kemur. Uppköst og þvagteppa eru óstöðugt einkenni, og benda ekki til annars en ertingar á kviðfellinu (peritoneum). Góð regla er að tappa þvagið af sjúkl., ef það kemur ekki sjálfkrafa, til að ganga úr skugga um, hvort í því sé blóð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.