Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 7

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIP ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: GUÐMUNDUR THORODDSEN. Meðritstjórar: ÓLI HJALTESTED (L. í.) og BJARNI JÓNSSON (L. R.) 40. árg. Revkiavík 1956 6.-7. tbl. BLÝEITttlJN 1956. Blýeitrun hefur verið kunnur •atvinnusjúkdómur allt frá því er tekið var að no'ta blý í iðnaði. Þegar á miðöldum kunnu lækn- ar skil á blýlömun og blý- kveisu, en Tanquerel des Plan- chs varð fyrstur til þess að lýsa gangi og einkennum sjúkdóm- sins árið 1831. Nútímarannsóknir sýna, að eiturverkunin kemur fram í áhrifum á blóð, tauga- og vöðvavefi líkamans. Vinnu- niálaráðuneyti Bandaríkjanna telur, að í 150 starfsgreinum þnr í landi sé blý nótað í því- líku magni að vænta megi niöguleika fyrir eitrun. Störf, sem blýryk, gufa eða bræla fylgir, eru talin áhættusömust, einkum menju og blýhvítu- framleiðsla, rafgeymasmíði, litaúðun, logsuða, lóðun og blý- bræðsla. í sambandi við no’tkun blýs 1 iðnaði skal drepið á nokkur atriði: Hreint er það notað til klæðningar á tréílátum undir þynnta brennisteinssýru, þegar verið er að tengja járn, — í vatnslása og margskonar leið- slur t. d. raf- og símastrengi, - í rafgeyma plötur. Við leturgerð er notað svo- n'efnt hart blý, úr tin-, blý-, og antímónblöndu með 60 - 90% blýinnihaldi. Við lóðun er nöt- uð tin og blýblanda með hér- umbil 37% blýinnihaldi. 1 högl- um er hérumbil hreint blý, með örlitlu af arsen samanvið. Blý er í margskyns málningu svo sem blýhvítu, blýmenju, króm- grænu og krómgulu. Þegar ver- ið er að málmhúða (galvaní- sera) nota menn blý til þess að zinkið festist betur á. Blýedik er mikið no'tað við litun og myndagerð. Blýeitrun er sjaldgæf nema í sambandi við iðnað. örsjaldan stafar hún af notkun blýefna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.