Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 10
84 LÆKNABLAÐIÐ magn er að ræða. Eðlilegt magn í þvagi er talið 0,01—0,08 mg. í líter af þvagi en 0,01—0,06 mg. í 100 ml. af blóði. Hjá verkamönnum, sem vinna við blý er ekki taliri hætta á ferð- um fyrr en blýmagn þvagsins fer fram úr 0,15 mg. í líter og blóðsins 0,07 mg. í 100 ml. Stjórnskipuð læknanefnd, er fjallaði um blýeitrun í Banda- ríkjunum taldi ófært að greina einstök blýeitrunartilfelli með mælingu á blýmagni í blóði eða þvagi. Sjúkdómsgreining á blýeitr- un eða óeðlilegri blýabsorptio verður að byggjast á eftirtöld- um aðalatriðum: 1. Athugun á vinnustað og reyna að meta vinriuskilyrði á staðnum og hvaða varúðarráð- stöfunum er beitt af hálfu vinnuveitanclans og hins ein- staka verkamanns. Athuga hvaða efni er unnið með og hvort þannig er með þau farið, eða hvort þau finnast í því formi, að um raunverulega hættu gæti verið að ræða. 2. Skoðun á verkamönnum. Tekin sé skýrsla um lengd sítarfstíma, starf innan fyrir- tækisins og um allmennar og sérstakar kvartanir. 3. Skipulagsburidin leit að objectivum einkennum, sem koma fram við óeðlilega mikla blýabsorptio. Einfaldasta að- ferðin til þess að sanna blýab- sorptio hjá einstökum sjúkling- um er sú að sýna fram á biý- rönd í gómunum, enda þótt þetta einkenni vanti oft, þrá'tt fyrir óeðlilega absorptio. Hjá 30 sjúklingum með blýeitrun fann Kehoe þetta einkenni hjá 20. Með nákvæmri skoðun undir stækkunargleri, í góðri birtu, má sjá blásvarta blýsulfiðrönd efst í tannholdinu eins og röð af deplum eða lóðréttum strikum. Bezt sést húri í gómum með pyorrhoea acu'ta, næst skemmdri tönn, bak við framtennur eða næst jöxlum. Svipuð rönd kem- ur fram af vismuti. Blýrönd finnst sízt hjá þeim, sem hirða vel munn og tennur. Þar sem ekki finris't nein blý- rönd byggist sjúkdómsgrein- ingin aðallega á rannsókn á blóðútstroki. Gerð er leit að basophilt punkteruðum rauð- um blóðkornum. Nokkuð er gildi þessarar rannsóknar, með tilliti til sat.urnismus, dregið í efa, vegna þess að hún sé ósér- hæfð og einnig vegna þess, að basophilt punkt. r. blk. finn- ist í blóði við fjölda annarra sjúkdóma. Wintrope segir að sjaldan finnist nokkur b. p. r. blk. í blóði heilbrigðra. Mohle telur að finnast kunni 0,3— 0,7%o og Sariders fann að með- altali 0,34%0 af þeim hjá heil- brigðum. Flestir eru sammála um að telja allt að 0,3—0,5%0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.