Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 19
læknablaðið 93 að á niðurstöðum rannsókn- anna er nokkur munur. Gera má ráð fyrir því, að síðari hóp- urinn gefi betri heildarmynd af möguleikum fyrir blýeitrun meðal prentara, að minnsta kosti þeirra, sem vinna í stærri prentsmiðjum hér. Eðlilegt er að í fyrri hópnum finnist held- ur fleiri með einhverja aukn- ingu á b.p.r. blk., enda er þar um fólk að ræða, sem leitað hef- ur læknis vegna sérstakra kvartana og verið þess vegna sent til rannsóknar. Megi út, frá rannsóknunum á starfsmönn- um Félagsprentsmiðjunnar ganga út frá því, að þær gefi rétta hugmynd um líkur fyrir blýeitrun meðal prentara al- menht,, má hiklaust telja þær sama og engar. Lind rannsakaði 447 prentara og prentiðnaðarmenn í Dan- mörku 1933—34 og fann ekkert blýeitrunartilfelli meðal þeirra, en 5 höfðu blýrönd og var það eina einkennið, sem Lind fann um blýabsorptio hjá þeim. Nævstad rannsakaði 159 prentiðnaðarrnenn í Noregi hjá 30 smáprentsmiðum og fann ekki hjá þeim einkenni blýeitr- unar utan nokkurrar aukningar á b.p.r. blk. hjá 8 leturgerðar- mönnum af 36. Tveir þeirra höfðu 1,1 og 1,2%0. Fremur öðrum hefur blýeitr- unarhætta verið orðuð í sam- bandi við prentarastéttina, en með bættri tækni, auknum þrifnaði og ekki sízt eftir að farið var að steypa letur úr hörðu blýi, hefur þessari hættu verið bægt frá. 1 8. starfshópi eru 26 raf- geymasmiðir með 60 rannsókn- ir. I II III IV 30% 32% 11% 7% 8 ! 8—9 2—3 7 Hjá 62% voru b.p.r. blk. inn- an eðlilegra marka. 11% höfðu nokkra og 27% óeðlilega aukn- ingu á þeim. Blýrönd fannst hjá 4 af 7 og höfðu þeir allir óeðli- lega mörg b.p.r. blk. við alls 8 rannsóknir. Tveir þessara manna höfðu fengið iðrakveisu, 2 voru með nokkra lækkun á haemoglobíni og hjá 1 fannst blýkólórit án þess hann væri anaemiskur. 1 maður hafði áberandi microcy- tera anisocytosis og poikilo- cytosis við yfirlitsskoðun á blóðútstroki, en Hb. ekki mælt. Kvartanir voru: Höfuðverk- ur og slen (4), þar af 2 með á- kveðna aukningu á b.p.r. blk., ógleði (1), einnig með óeðlilega aukningu, obstipatio (1). Níu menn af20höfðu einhver objectiv eða subjectiv einkenni og hjá 6 þeirra var um ákveðna hækkun að ræða á b.p.r. blk. í eitt eða fleiri skipti. Þrír höfðu unnið þetta starf aðeins í einn mánuð og var varla að vænta fjölgunar á b.p.r. blk. hjá þeim. Því miður hef ég ekki upplýs- ingar um starfstíma hinna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.