Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 24
98
LÆKNABLAÐIi)
þegar að öðrum viðfangsefn-
um.
Meðal þeirra starfa, sem
krefjast fullkominnar litsjónar
eru flugumferðastjórn, stjórn á
flugvélum (5) og skipum (6).
Æskilegt væri að fullkomin lit-
sjón væri fyrir hendi hjá þeim,
sem stunda málaraiðn, máln-
ingarframleiðslu, litprentun,
ljósmyndun, litun á fatnaði og
dúkum, vefnað og önnur störf,
þar sem nokkuð reynir á full-
komna litskynjun.
Vandalítið er að kanna lit-
blindu og litskynjunarveilu, og
krefst slík prófun ekki mikils
tíma. Skólahjúkrunarkona get-
ur auðveldlega framkvæmt
prófunina undir umsjá skóla-
læknis í sambandi við almenna
skólaskoðun. Litprófunartöflur
þær, sem að ofan er lýst, eru
taldar nægilega nákvæmar og
heppilegastar til hóprannsókn-
ar.
Niðurstaða: Litblindutíðni
meðal karla virðist vera svipuð
hér og meðal annarra þjóða.
Æskilegt væri, að drengir væru
litblinduprófaðir, áður en þeir
útskrifast úr barnaskólunum og
lífsstarf er ákveðið. Gæti lit-
blinduprófun verið einn liður í
heilsugæzlustarfi skólalækna og
héraðslækna, sem hafa skóla-
skoðun með hendi.
Heimildir.
1. Duke-EIder, W.S.: Textbook oí
Opthalmology, St. Louis, The C. V.
Mosby Company v.l, bls. 987-989.
2. Nolasco, J. B. og Rodil, D.‘
Responses to Ishihara test for color
perception. Jan. Arch. Opht. 1949
Vol. 41, Nr. 1.
3. Sorsby, A.: Genetics in Opht-
almology, London, Butterworth &
Co„ 1951. Bls. 157-164.
4. Sigurður H. Pétursson: Líf-
fræði. Isafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavik 1948. Bls. 106-109.
5. Reglugerð um fluglið. Öðlaðist
gildi 1. nóvember 1949.
6. Reglugerð um sjón og heyrn
skipstjórnarmanna. (Nr. 19, 7. april
1937).
Alþjóðafuiidii* lækna
Stjórn L. 1. hafa borizt til-
kynningar um alþjóðlega fundi
lækna sem hér segir:
National Congress of Medi-
cal Sciences of the Rumanian
Peoples Republic Bukarest 25.—
30. nóv. 1956.
XIV. Imternational Tubercul-
osis Conference (Internat. Uni-
on against Tuberculosis) New
Dehli 7.-11. jan. 1957.
International Scventific Con-
gress The Harveian Society of
London Tercentenary Comme-
moration 1957, London 3.—8.
júní 1957.
XI. Internat. Congress of
Dermatology, Stockholm 31/7.
—6/8. 1957.
Læknar, sem kynnu að hafa
hug á að sækja einhvern þess-
ara funda, eru beðnir að gera
stjórn L. 1. aðvart hið fyrsta.