Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 28
102
LÆKNABLAÐIÐ
Blóð mælt með plaststautnum.
of lítið mátulegt of mikið
2.—5. mynd.
hverju spjaldi fylgir lítill plast-
stautur og nákvæm pípetta
(dreypigler). Með stautunum
er háræðablóðið mælt og hrært
í því. Þeir eru sléttir í annan
endann, 3,4 mm. í þvermál
Hálfkúlulagaður blóðdropi, sem
tollir á flata endanum sam-
svarar hérumbil 10 mml. af
blóði. Dropateljarinn á að gefa
45-55 mml. dropa þegar honum
er haldið lóðrétt. Með honum
er mælt vatn eða saltvatn.
Blóðflokkun er gerð á spjöld-
unum við stofuhita. Efnin eru
ýmist leyst í vatni og blóðinu
blandað samanvið (aðferð 1.)
eða í saltvatni með blóðkorn-
um út í (aðferð 2.)
Aðferð I.
Hún er ætluð til flokkunar
að viðstöddum þeim, sem flokka
skal. Auk spjaldsins, plas-t-
stautsins og dropateljarans
þarf að hafa hníf, úr, baðmull
og hreint kranavatn.
Einum vatnsdropa er dreypt
í hvern reit á spjaldinu með
dropateljaranum, sem haldið
er lóðrétt. Efnin í reitnum eru
leyst upp með því að hræra í
þeim með plaststautnum. Þegar
farið er á milli reita verður að
hrista vökvann af stautnum í
reitinn og þerra stautinn vand-
lega á eftir. Til tryggingar því
að ekkert af efnum loði við
hann er vissara að dýfa honum
í vatn og þerra hann á ný eða
hræra í samanburðarreitnum
með honum og þerra hann síðan
aftur. Sé síðari aðferðin notuð,
sést hvort nægilegt af efnum
hefur flutzt með stautnum í
samanburðarreitinn 'til þess að
framkalla agglutinatio, því þá
kemur hún fram þar. Nú er
stór dropi af fersku háræða-
blóði úr eyrnasnepli látinn
snerta hinn flata enda plast-
stautsins og hálfkúlumyndaður
blóðdropi numinn í burtu
(mynd 2—5).
Blóðinu er blandað samanvið
hið uppleysta anti-A (serum)
á spjaldinu og því síðan roðið
um allan reitinn. Þerrað af
stautnum og þerrað aftur þeg-
ar hann hefur verið skolaður
í vatni eða hrært í samanburð-
arreitnum með honum. Blóði