Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 12
86 LÆKNABLAÐIÐ tilefni til rannsóknarinnar, eða verið sendir af lækni til þess, að því er virðist, að „útiloka" að um blýeitrun væri að ræða, eða vegna þess eins, að þeir höfðu starf með höndum, þar sem blý var notað. Sendendur munu þó yfirleitt ekki hafa kynnt sér vinnuskilyrði við- komenda eða metið hversu hættan var mikil eða yfirvof- andi. Rannsóknirnar eru alls 382 hjá 261 manni og greinast þeir þannig í hópa, eftir starfs- greinum: Tafla III d | Starfshópar. |||| uT S u7 2 1. Bílstjórar og benzínaf- greiðslumenn 9 10 2. Bifvélavirkjar 34 45 3. Járn- og blikksmiðir 20 26 4. Blý og málmbræðslumenn 8 10 5. Málarar 28 30 6. Starfsmenn í málningar- verksmiðjum 41 80 7. Prentarar og prent- myndagerðarmenn 64 87 Prentarar einnar prent- smiðju 22 22 8. Rafgeymasmiðir 28 60 9. Símamenn 9 12 Sama aðferðin var notuð við allar rannsóknirnar. Tekinn var blóðdropi úr eyra og gert þunnt útstrok á hrein't gler. Síðan var blóðstrokið litað með Mansons aðferð, venjulega inn- an 2 klst. frá því, að útstrokið var gert. R. blk. litast með þess- ari aðferð blágræn. Basophilu kornin verða dökkblá og eru misgróf. Þessi aðferð er talin allt að því helmingi næmari en May Griinwald og Giemsa lit- un. Skoðuð eru r. blk. í 50 sjón- sviðum með oculari nr. 5 og immersionslinsu 1/12 og finn- ast þá í þunnu og jöfnu útstroki hér um bil 200 r. blk. í hverju sjónsviði. M. ö. o. hér um bil 10000 r. blk. eru skoðuð. Þar sem þessi fjöldi er ekki talinn, en það væri næstum óvinnandi verk, er ljóst, að aðferðin er ekki nákvæm, en í henni felst þó trygging fyrir því, að svona víða hafi þó verið leitað. Þykkt blóðútstroksins hefur líka mik- ið að segja því að hlutfallslega fleiri b.p.r. blk. finnast í þykk- ari útstrokum, þótt þá sé venju- lega erfiðara að eygja þau. Yfirleitt krefst þessi rannsókn allmikillar æfingar og ná- kvæmni vegna þess hve oft er erfitt að koma auga á basop- hilu kornin, einkum ef þau eru mjög fíngerð. Ragnar Nævstad fann að meðaltali 204 r. blk. í hverju sjónsviði við talningu á 50 slík- um. Hjá 1 manni með mikla fjölgun b.p.r.blk. taldi hann í 10 útstrokum, 5 úr hvoru eyra. Fann hann þá að meðaltali 45,2 b.p.r.blk. í 50 sviðum, hæst 48, lægst 42. Meðalskekkjan var 1,9 og í % af meðaltali 4,2%.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.