Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 13
læknablaðið 87 Telur hann að þegar um svona mikla fjölgun sé að ræða verði skekkjan ekki meira en t. d. við leucocytatalningu, en öðru máli gegnir ef b.p.r.blk. eru fá. Hjá manni með lítið af b.p.r.blk. voru þau 5,8 að meðaltali eftir 10 talningar. Meðalskekkjan var 1,37 og í % af meðaltali 23,6%. Hér verða sveiflurnar á milli 0,9 og 0,2%. Þá kem ég að einstökum starfshópum: Hverjum hópi er skipt í 4 flokka eftir fjölda b.p.r.blk. I. þar fundust engin. II. fl. með 0,1—0,3%o. III. fl. — 0,4—0,9%o. IV. fl. — meir en 1%0. Samkvæmt rannsóknum Nævstads, Schmiths og Traut- manns er fjöldi b.p.r.blk. í II. flokkj talinn vera eðlilegur og kemur það heim við meðal- fjölda þeirra hjá heilbrigðum, samkvæmt rannsóknum Saund- ei's. I III. fl. er talið vera um nokkra aukningu að ræða, en þó svo litla að ekki verði örugg- lega ráðið af því að blýei'trun væri yfirvofandi. Þó er talið Hklegt, að blýabsorptio sé auk- in í þeim tilfellum. Meir en 1%0 er talið ótvírætt bera vott um meira eða minna aukna blý- absorptio eða jafnvel blýeitrun. Til þess að fá gleggri saman- burð á hópunum innbyrðis hef ég reiknað út %-tölu hvers flokks innan hópsins. Hóparnir verða þó ekki sambærilegir við þétta nema að nokkru leyti vegna þess hve þeir eru mis- munandi fjölmennir. i í fyrsta starfshópnum eru 7 bílstjórar og 2 benzínaf- greiöslumenn. I II III IV 78% 11% 11% 0 7 1 1(2 ranns.) Þar koma 89% í I. og II. flokk og hjá einum manni, sem kom tvisvar til rannsóknar fundust 0,4 og 0,6%o eða vafa- söm aukning, sem ekkert er hægt að leggja upp úr. Fjórir höfðu kvartanir, almenns eðlis: höfuðverk, slen, svefnhöfga og gleymskuköst,. Að vísu finnast þessi einkenni við blýeitrun en hafa ekkert sérstakt að segja. Enginn þeirra hafði neitt af aðaleinkennum sjúkdómsins. Þrír höfðu eðlilega blóðmynd.*) Flestir af þessum mönnum munu hafa komið til rannsókn- ar af ótta við blýeitrun af völd- um benzíns, einn afgreiddi ben- zín til bifreiða, annar til flug- véla og einn hélt sig hafa lakk- eitrun. Trúlegt þykir mér, að einkenni þessara manna kunni að hafa orsakast af benzínguf- um fremur en af blýverkun, þegar þess er gætt, hve lítið blý er í benzíni því, sem hér er selt. Samkvæmt upplýsingum frá *) Athugun blóðmyndar táknar hér venjulega blóðrannsókn („blóð- status"), en ekki eingöngu hlut- fallstalningu hvítra blóðkorna,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.