Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 42
116 LÆKNABLAtíll) byggt starfsemi sína á Eldons aðferð og hvaða kosti hún hafi fram yfir aðrar eldri aðferðir. Aðferðin var fundin af Eldon í des. 1950 og hefur verið notuð síðan í marz 1951, en þá var hún fyrst notuð í blóðbankan- um í Kommunehosp. í Khöfn. (Hér verður sleppt úr lýsingu á aðferðinni og lesanda um leið bent á grein hér á undan). .Sjá mynd 1 og 2. Til notkunar í blóðbankanum höfum við í Kommunehospit- alet í samvinnu við Eldon not- að dálítið frábrugðna aðferð, sem hefur gefið alveg eins góð- ar og vissar niðurstöður. 1 spít- alanum fara allar flokkanir fram í blóðbanka hans. Blóðið er tekið í hinum ýmsu spítala- deildum í Wassermannsglös, sem 1 dropa af heparini hefur verið dreypt í. óstorknað blóð er afhent í bankanum og þar má gera flokkun tafarlaust ef á liggur, eða síðar, eftir því sem á stendur. Þegar búið er að skilja blóðið er plasma num- ið í burtu með pípettu. Hérum- bil 1 ml. af blóðkornum er látið í dvergtilraunaglas (hérumbil 75x10 mm.). Glasið síðan fyllt með 0,9% matarsaltsupplausn og skilið á ný við mikinn hraða í 3 mínútur. Saltvatnið numið í burtu með pípettu og glasið fyllt á ný með saltvatni. Blóð- kornin eru síðan hrist gaum- gæfilega upp í saltvatninu og þá getur flokkun hafizt. (Hér verður enn sleppt úr lýs- ingu á flokkuninni, sem gerð er með aðferð 2,sbr. grein hér hér á undan) > Á tveim árum frá því í marz 1951-53 voru allar blóðflokk- anir, sem gerðar voru með Eldonspjöldum prófaðar með því að senda samanburðar- sýnishorn til rannsóknar i Statens Seruminstitut. Ekki liggja fyrir upplýsingar um flokkunarvillur í blóðbanka bæjarspítalans, en af 6591 flokkunum sem gerðar voru á Eldonspjöldum, komst upp um 2 rangar ABO og 4 rangar Rh flokkil'nar niðurstöður. Rann- sóknirnar voru gerðar í ýmsum spítölum í Kaupmannahöfn og sumar af óæfðu fólki. Önnur ABO flokkunarskekkjan staf- aði af því að spjaldið var ekki rébt útbúið, en hin af því að veikur A eiginleiki í A3B blóði gaf enga svörun, en hin venju- lega samanburðarflokkun á glerplötu gaf heldur ekki neina A eiginleika svörun. Alls fund- ust 6 A3 einstaklingar og voru þeir allir rétt flokkaðir á spjaldi. Rh flokkunar skekkj- urnar voru þær að 4 Rh já- kvæðir menn voru taldir Rh neikvæðir. Allar þessar flokk- anir voru gerðar af byrjendum, sem ekki höfðu hlotið næga til- sögn í því hvernig fara ætti að við flokkunina. Þegar gert er upp dæmið er alveg óhætt að segja að með Eldonspjöldunum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.