Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 29
I-Æ K N A B L A Ð I Ð
103
6. mynd: Spjald, þegar
aðferð 1 er notuð.
N«g»tlv«
Rh-n»g»tl«a •• f«clpl«nt
• nti-A
anti-B
anti-D
Control
John Do«
• .i w,k i2-12-50
...7 Hýh Strcet
Tiomney Mants
Blood group | Rh
/\ potitive
r
V.
Dat* o' tait | T»u«d b»
/O-Jð-54
h:e.
er síðan bætt út í hina reitina
á sama hátt. Nú kemur bið í
eina mínútu meðan mótefni
tengjast blóðkornunum Tím-
ann má nota til þess að skrifa
á spjaldið upplýsingar um
þann, sem verið er að rann-
saka.
Spjaldinu er nú ruggað til
allra hliða í 3 mínútur og því
haldið lóðréttu í 10-15 sek. í
hverri endastöðu. Vökvinn
rennur með þessu á milli reita-
jaðranna. Þá er spjaldið skoð-
að (mynd 6).
Þegar þessu er lokið má láta
spjaldið þorna og geyma það
síðan. Til þess að tryggja jafna
áferð á reitunum sem sýna nei-
kvæða svörun er gott að rugga
spjaldinu í 2 mín. eftir skoðun
á því. 1
Hin þurru spjöld má verja
gegn raka og skordýrum með
því að bera á þau sellulosulakk
eða líma á þau glært límband.
Aöferð II.
Hún er notuð þegar rannsaka
skal blóðsýnishorn í rannsókn-
arstofu eða blóðbanka og eink-
um þau blóðsýnishorn, sem
fylgja flöskum með gjafablóði.
Til rannsóknarinnar þarf lítið
tilraunaglas (t.d. 70-80 mm x
10-12 mm.), úr, baðmull og
0,9% matarsaltsupplausn auk
spjaldsins, plaststautsins og
dropateljarans.
Bæta þarf í blóðið efni, sem
hindrar storknun t.d. Heparini
(ekki má nota sýru-sitrat-dext-
rosu-upplausn, sem hindrar
agglutinatio) Blóðið er látið
standa í 6-18 klst. við 4° C til
þess að blóðkornin setjist, en
einnig má flýta fyrir því með
því að skilja blóðið.
Fylgiglös með gjafablóðs-
flöskunum skal ekki losa frá
þeim og skulu standa eða hanga
lóðrétt til þess að blóðkornin
nái að setjast.