Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 43
I- Æ K N A B L A Ð I Ð 117 sé fundin örugg blóðflokkunar- aðferð, svo fremi reglunum um notkun þeirra sé fylgt út í æsar. Síðan í apríl 1953 hafa allar blóðflokkanir í blóðbanka í Kommunehospitalet verið gerð- ar með Eldonspjalda-aðferð- inni. Svo sem venja er í blóð- bönkum hafa jafnhliða verið gerð'ar samanburðarathuganir á serum úr blóðsýnishornunum nieð blóðkornum úr kunnum flokki. Frá því í apríl 1953 og þangað til í mars 1955 var heildarfjöldi flokkana 9538, þar af 6754 hjá spítalasjúk- lingum og 2784 hjá blóðgjöfum fyrir þessa sjúklinga. Sjúkling- arnir voru á ýmsum aldri og höfðu alla mögulega sjúkdóma. Var því ekki um neitt sérstakt úrval að ræða. 1 spítalanum eru h.u.b. 1000 rúm. Árlegur blóðgjafa fjöldi frá stofnun blóðbankans kemur fram á töflu 1. Greining í hina ýmsu blóð- Tafla 1. Árlegur fjöldi blóðgjafa frá stofn- un blóðbankans. 1948 — 1182 blóðgjafir 1949 — 1283 — 1950 — 2562 — 1951 — 3970 — 1952 — 4942 — 1953 — 5688 — 1954 — 6603 — flokka, samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna sést á töflu 2. Til samanburðar er sýnd eðli- leg greining Dana eftir blóð- flokkum. Kostir Eldons - aðferðarinnar: Okkar reynsla er sú að Eld- onspjalda aðferðin sé mjög hagkvæm fyrir blóðflokkun í blóðbanka. Hún er nákvæm, bæði fyrir ABO og Rh flokkun. Ef fyrirmælum er fylgt fást greinilegar og ótvíræðar svar- anir, sem gott er að átta sig á. Útilokað er að serum sé víxlað þar sem hver serumtegund er auðkend með prentaðri áletrun Tafla 2. Greining blóðflokka frá því í apríl 1953 þangað til í mars 1955. Eldonspjalda aðferðin var eingöngu notuð. Rh-jákvæðir Rh-neikvæðir Alls % Eðlileg greining Dana. A 3527 624 4151 43,5 44 O 3418 592 4010 42,0 42 B 790 142 932 9,8 10 AB 354 91 445 4,7 4 8089 1449 9538 Rh-jákvæðir 8089 84,8% (eðlil. 85%) Rh-neikvæðir 1449 15,2% (eðlil. 15%)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.