Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 14
88 LÆKNABLADH) efnarannsóknarstofu atvinnu- deildar Háskólans er tetra- ethyl blýi (CoH5)4Pb blandað saman við benzínið í hlutfall- inu 1/2000 í bílabenzíni og 1/1000 í flugvélabenzíni, eða of litlu til þess að það geti valdið blýeitrun, jafnvel þótt það ber- ist auðveldlega í gegn um húð- ina. Það gufar mjög lítið upp við lágt hitastig því suðumark þess er 152° C. við 250 mm þrýsting. Menn anda þessvegna tæplega svo miklu að sér af því, að af því stafi hætta. öðru máli gegnir þegar þetta efni er ó- mengað, t. d. í benzíngeymum undan blýbenzíni, en þá getur það verið hættulegt þeim mönn- um, sem vinna við hreinsun og viðgerðir á geymunum. / 2. starfshópnuim eru 31+ bif- vélavirkjar meö 1+5 rannsóknir. I II III IV. 57% 32% 4% 7%. 20 11 1 2 Þar lenda 89% í I. og II. flokk er hafi b.p.r.blk. innan eðlilegra marka. Hjá einum manni, sem rannsakaður var einu sinni, fundust 0,7%„. Einn maður kom alls 9 sinnum til rannsóknar á 6 árum, 6 sinnum var fjöldi b.p.r. blk. innan eðlilegra marka, 2 sinnum fannst vafasöm eða 0,7 og 0,8%0 og 1 sinni ákveðin fjölgun. Einn maður hafði 2%0. Hann var við lakkúðun og get- ur það útskýrt þessa hækkun. Einn maður hafði 1%0 b.p.r. blk. Enginn þeirra, sem aukning á b.p.r. blk. fannst hjá höfðu verulega aukningu (mest 2%c). Aðalkvartanir þessara manna voru: Slen (8), höfuðverkur (2), svimi (2), magaverkir (2), loftleysi (2), titringur (1), dofi og þreyta í handleggjum. öll geta þessi einkenni komið heim við blýeitrun. Enginn þessara manna hafði fengið iðrakveisu. Hjá 9 þeirra var gáð að blý- rönd og fannst hún ekki. At- huguð varblóðmyndhjá lö.Tve^r menn höfðu lítilsháttar hækkað sökk og einn smávegis lækkun á Hb%, eosinophilia og mono-- cytosis. Einn smávegislega vinstrihneigð. Hinir voru eðli- legir. ; Ef dæma má af rannsóknum þessum sýnist vera sama og engin blýeitrunarhætta í þess- ari starfsgrein. Sennilegt er að eitthvað af kvörtunum þessara manna stafi af kolsýrlingsá- hrifum, enda er það alkunna að öryggisútbúnaði á útblásturs- pípum bifreiða er víða áfátt. Oftast er trassað að nota hann en bifreiðar hafðar í gangi á verkstæðunum og hlýtur þá andrúmsloftið að mengast kol- sýrlingi að einhverju leyti. 1 3. starfshópnum eru 20 jám- og blikksmn'Öir með 26 rannsóknir. I II III IV 30% 19% 27% 24% 6 4 5 5

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.