Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 32
106 LÆKNABLAÐiÐ 8. mynd: Efnabreytingar þær, sem koma fram, þeg- ar aðferð 1 er notuð með eftirtöldum efnum: 6% dextran-upplausn í 0,9% saltvatni (vinstri hlið), eða 20% upplausn album- ins i 0,9% saltvatni (hægri hlið) og blanda úr þeim. I öllum efnum var 0,1 ml. af anti-Rh serum í hverjum 100 ml. af efni. 9. mynd: Efnabreytingar þær, sem koma fram, þeg- ar aðferð 1 er notuð með eftirtöldum efnum: 6% dextran-upplausn f 0,9% saltvatni (vinstri hlið), eða óvirkt AB serum (hægri hlið) og blanda úr þeim. í öllum efnum var 0,1 ml. af anti-Rh serum í hverjum 100 ml. af efni. nefndu conglutinin. Seigfljót- andi upplausnir annarra efna með háa molekylþyngd hafa sömu hvetjandi eða uppfyllandi eiginleika og hafa því verið nefnd conglutinin-gerfiefni. — Þau eru acacia (8), gelatin (14) og polyvinylpyrrolidon (5,7,15) Dextran er einnig conglutinin- gerfiefni (1,6,12) og má því nota ófullkomið anti-Rh serum á spjöldin. 4. Dex'tran verkar bindandi: Dextrandropi límist mjög fast við ýms efni, en ómengað serum eða albumin flagnar hins vegar auðveldlega af þeim. Saltvatnið: (Við aðferð 1 er saltmagn í efnablöndunni hér um bil 1%. Sé saltmagnið aukið upp í hér umbil 2% verður svörun sterk- ari. Sé saltmagnið hins vegar enn meira (3—3,5) verður hún veikari. Pagniez (10) hefur komizt að sömu niðurstöðu í sambandi við venjulega ABO- flokkun. 2% saltmagn eykur hraða efnabreytingar við Rh-flokkun og getur komið í staðinn fyrir þá hraðaaukningu, sem fæst með upphitun. Þessi hraða- aukning, sem saltið veldur er dálítið meiri en sú, sem serum- dextran framkallar. lEn þegar þetta tvennt vinn- ur saman getur jafnvel farið svo að þegar vænzt er neikvæðr- ar svörunar komi óeiginleg já- kvæð. Það er þó hvorki hægt að vera án dextrans né serums í efnablöndunni. Það serummagn (6 mm 1), sem haft er í hverj- um reit á spjaldinu samsvarar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.