Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 83 um þeim, sem mest eru notaðir. Réttivöðvar í framhandlegg betri handar verða sérstaklega fyrir þessu (Telekys einkenni). Blýencephalitis, sem nú er talinn mjög sjaldgæfur lýsir sér með psychosomatiskum trufl- unum. Blýeitrun er greind eftir gangi sjúkdómsins í bráða og hægfara. Bráð blýeitrun er sjaldgæf. Hún lýsir sér með al- mennri vanlíðan, ógleði, stund- um uppsölu, höfuðverk, vöðva- og liðaverkjum, niðurgangi og iðrakveisu. Þessu fylgir mikil eyðing á r. blk., stundum hae- moglobinuria. Vökvatap er oft mikið og þar af leiðandi upp- þornun. Stundum endar þetta með meðvitundarleysi og krömpum, sjúklingurinn vesl- ast upp og deyr. Rétti hann við fylgir hægfara eitrun í kjölfar bráðrar. Við hægfara eitrun eru ein- kenni oft óljós: Slen, höfuð- verkur og eirðarleysi. Sjúkling- ur fær stundum gráfölvan litar- hátt (blýkolorit), þreytist fljótí og á bágt með svefn. Stundum gerir iðrakveisa vart við sig. Henni fylgir hægðatregða og verkir um kvið, bæði ákafir og langvarandi. Sárastir verða þeir þegar eðlileg samdráttar- bylgja nær svæði þar sem herp- ingurinn er mestur vegna eit- urverkunarinnar. Einkenni frá taugakerfi sjást sjaldan nú orð- ið, en þau koma ekki fram fyrr en sjúkdómurinn er kominn á allhátt stig. Tafla I Helztu subjectiv einkenni 30 sjúkl. með saturnismus. Slen ................. 30 Megrun ............... 27 Hægðatregða .......... 25 Iðrakveisa ........... 24 Lystarleysi .......... 23 Verkir í kvið......... 23 Liðaverkir ........... 21 Uppköst .............. 16 Ógleði ................... 16 Svefnleysi ........... 13 Höfuðverkur .......... 12 etc. Tafla II Helztu objectiv einkenni 30 sjúkl. með saturnismus. Blýrönd ............... 20 Pyorrhoe alveolaris .. 20 Máttleysi í úlnlið .... 17 Aumur kviður .......... 11 Titringur .............. 9 Fölvi .................. 8 etc. Sjúkdómsgreining er oft erf- ið vegna þess hve einkennin eru oft væg og almenns eðlis. Hún verður að byggjast á sérstökum blóðrannsóknum auk klinisku einkennanna og e.t.v. mælingum á blýmagni í blóði og þvagi, ef aðstæður leyfa. Gildi þeirra takmarkast af því hve vanda- samt er að framkvæma þær, vegna þess að um mjög lítið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.