Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 101 rannsóknarstofu verður að hafa fljótlegar, einfaldar aðferðir án sérstaks útbúnaðar eða flók- inna tækja. ABO-flokkun má gera við sjúkrabeð með venju- legri glerplötuaðferð. Það er þó ekki íkja hentugt að nota fljótandi flokkunarserum þar. Þótt ekki geti orðið þar rug- lingur á sýnishornum er þeim mun frekar hætt við víxlun á flokkunarserum. Hættan á slík- ri víxlun yrði sama og engin ef flokkunarserum væri upp- þornað á spjaldi, sem síðan væri flokkað á. Wagner (16) lýsti 1941 slíku spjaldi fyrir ABO-flokkun. Scholl (14) segir frá reynslu sinni af Wagnersspjöldum, en aðferðin virðist ekki hafa verið notuð af öðrum. Þetta kann ef til vill að stafa af því að blóð- kornin virðast hafa tilhneig- ingu til rouleauxmyndunar á þessum spjöldum svo erfitt er að greina á milli neikvæðra og veikra jákvæðra svarana. Scholl telur Wagners aðferð ekki nothæfa við Rh-flokkun. Spjöldin sem nú verður lýst, hafa reynzt hentug til ABO- og Rh-flokkunar, bæði í blóð- bönkum og við sjúkrabeð. Gerð þeirra var ákveðin í des. 1950 og síðan í febrúar 1951 hefur hvorki spjöldunum né efnunum á þeim verið breytt að ráði. Spjald til samtímis ABO og Rh-flo'kkunar: 1. mynd. Spjaldið er úr stífum pappa með 4 ferhyrndum reitum efst og er hver um sig þakinn sellu- losulagi (cellophan eða regen- ereted cellulose). 1 hvern reit hefur verið dreypt 60 mml. af flokkunarefni og það látið þorna. Anti-A og anti-B til ABO flokkunar og anti-D (anti-Rh0) til Rh flokkunar. 1 samanburðarreitnum er mót- efnasnautt serum. Neðri hluti spjaldsins er til skráningar á nafni, niðurstöðu o.s.frv. Með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.