Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 8
82 LÆ KNABLAÐIÐ í andlitsduft eða hárfarða, drykkju blýmengaðs vatns, eða þegar blýsambönd eru notuð í sjálfsmorðsskyni, eða til þess að valda fósturláti. i Börn, sem tönnlast á leik- föngum úr blýi eða máluðum með blýlitum, fá stöku sinnum eitrun af því. Absorptio: Blý berst inn í líkamann úr meltingar- og önd- unarfærunum og jafnvel um slímhúð í nefi og munni, sár á húð, en örsjaldan í gegnum hörund. Meiri hlu'ti þess, sem kemst inn í meltingarfærin, skilst út, megnið af því án þess að hafa absorberast. Mikill hluti þess, sem absorberast, berst til lifrarinnar, skils't út með gallinu og skilar sér í faeces. Blýhögl eða kúlur, sem lent hafa undir húð, valda yfir- leitt ekki eitrun, vegna þess hve blýið berst seint þaðan út um líkamann. Absorptio er talin allt að því 100 sinnum meiri frá öndunar- en meltingarfærum. Eftir absorptio bers't blýið með blóðinu um allan líkamann, einkum þó til lifrar, nýrna og beina og tekur sér þar að lok- um bólfestu. Rúmlega 95% er bundið í beinvefnum, eftir að það hættir að. beraSt þangað að. Þaðan losnar það örhægt úr læðingi. 1 fyrstu finnst megnið af því í beinbjálkunum, síðar í skelinni. Blýeitrunareinkenni koma fram þegar nægilegt blýmagn er á sveimi í blóðinu, annað- hvort utanað komið eða leyst úr læðingi frá beinunum. Eins og áður er sagt veldur óeðlilega mikil blýabsorptio sjúklegum breytingum í blóði, með eyðingu á rauðum blóð- kornum. Oft er hún svo lítil, að jafnóðum fyllist í skörðin. Þeir Aub, Resnikoff og Smith 'töldu blýið valda skemmdum á himnu r. blk. og draga úr styrkleika hennar. Kornin verða við- kvæmari fyrir núningi og detta í sundur við minnsta hnjask. Ungfrumur koma í stað þeirra,* sem eyðast. I þeim er meira eða minna af basophil efni (reticulocytar), sem hleypur í smærri eða stærri kekki. Þessi korn koma fram í blóði sem basophil r. blk. Sumir leggja einnig áherzlu á breytingar hvítu blóðmynd- arinnar, en þar greinir menn á. Flestir telja hlutfallsaukningu á monócytum eða stórum lymp- hocytum einkenni um byrjandi blýeitrun. Ekki er talið að blý hafi áhrif á thrombocytana. Áhrif á tauga- og vöðvavef: 1 fyrstu ber mest á auknum tonus í sléttum vöðvum í þörm- um og víðar, síðar kemur í þá herpingur og hreyfanleiki þeirra minnkar. Blýkveisa eða kolík stafar sennilega af herp- ingi í þörmum. Fyrir koma skemmdir á taug- um og lamanir á vöðvum, eink-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.