Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 31
læknablaðið
105
af serum og blóðkornum er
hætta á rouleaux myndun, en
hún líkist stundum agglutinatio
(pseudo - agglutinatio) Hana
má hindra með því að hafa
nóg af dextrani eða albumini
í blöndunni.
2. Dextran herðir á efna-
breytingum og gerir upphitun-
artæki óþörf. Rh-flokkun er
venjulega gerð við 37°C. Eftir-
farandi tilraun sýnir að hægt
er að örfa Rh-reactio með öðfu
en upphitun. Sterkt anti-Rh
serum var þynnt 1:1000 ýmist
með defctrani eða albumini (20%
albuminupplausn í 0,9% matar-
saltsupplausn). Hæfilega stórir
dropar voru þurkaðir á spjöld-
um og prófun gerð með aðferð
1. Rh-jákvætt blóð sýndi ekki
agglutinatio við 20°C. Ef hins-
vegar var notuð blanda af þess-
um 2 upplausnum, sem hvor um
sig var óvirk, varð agglutin-
atio í Rh-jákvæðu blóði við
20oc, svo sem sjá má á línuriti
(mynd 8). Þar sést að blanda
1:1 gefur ógreinilega svörun
með Rh-neikvæðu blóði, en séu
hlutföllin 1:9 kemur fram skýr
og greinileg svörun. Aðrar seig-
fljótandi upplausnir gáfu svip-
aðar niðurstöður en varla eins
áberandi.
Mynd 9 sýnir niðurstöður
þegar aðferð 1 er notuð og
blanda af þynningum (1:1000)
af anti-Rh serum og dextran
eða óvirku serum (þ.e. serum
án mótefna úr AB manni)
Vinstri hlið línuritsins á mynd
9 samsvarar að nokkru línurit-
inu á mynd 8 — en viðbrögðin
til hægri stafa af hneigð ser-
ums til þess að valda pseudo-
agglutinatio, svo sem sagt hefir
verið.
Til venjulegi’a nota er hlut-
fall dextrans og serums á
spjaldinu 9:1 sem gerir efna-
breytinguna við' Rh-flokkun
hæfilega hraða miðað við að-
ferð 1.
3. Dextran gerir ófullkomið
serum virkt:
Serum, sem veldur agglutin-
atio á Rh-jákvæðum blóðkorn-
um í saltvatni er svo fágætt, að
rannsóknarstofnanir eiga erfitt
með að afla nægilegs magns af
því til sinna þarfa.
Race (11) og Wiener (17)
sýndu fram á það 1944 að til
væru ófullkomin Rh-mótefni,
sem tengjast Rh-jákvæðum
blóðkornum, án þess að valda
agglutinatio þeix-ra í saltvatni.
Seru.n með slíkum Rh-mótefn-
um er nóg til af. Þegar Dia-
mond og fleiri (2,3) sýndu
1945 fram á hveniig slíkt ser-
um fi’amkallaði agglutinatio
Rh—jákvæðra blóðkorna
þegar nóg væri haft í
blöndunni af plasma, serum eða
albumini, þá mæti nota það við
Rh-flokkun. 1 þessum blöndum
verða hin ófullkomnu mótefni
virk. (sbr. Wiener, Hui’st og
Sonn-Gordon (18), vegná eggja-
hvítu-samstæðu, sem þeir