Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 36
110 LÆKNABLAÐIÐ fólki tveggja blóðbanka í Kaup- mannahöfn. Sumii- hafa fram- kvæmt svo margar flokkanir að þeir mega teljast hafa mikla æfingu í því að nöta spjöldin. Engu að síður voru margar af þessum rannsóknum fram- kvæmdar af læknum og aðstoð- arfólki, sem aðeins hafði gert eina eða örfáar. Niðurstöður þessara 6591 rannsókna voru bornar saman við athuganir blóðrannsóknastofu á sama blóði. 1 tvö skipti var ekki hægt að marka ABO og Rh flokkun á spjaldi vegna þess að agglutin- atio varð í öllum reitunum einnig samanburðarreitnum. Var það af autoagglutinini. Tvisvar komu rarigar útkomur eftir ABO flokkun og fjórum sinnum eftir Rh flokkun. önn- ur ABO flokkunarskekkjan kom af því að lí'tið af anti-A efni hafði af vangá lent í anti- B reit þegar spjaldið var búið til. 1 það sinn taldist maður úr A flokki vera í AB. Svona villa á ekki að koma fyrir aftur, síðan farið var að framleiða spjöldin í verksmiðju. Hin ABO skekkjan varð þannig að hinn veiki og læknisfræðilega ómerki A eiginleiki manns nokkurs úr A3B flokki fannst ekki með að- ferð 2. Aðrir 6 menn, sem höfðu A3 eiginleikann voru rétt flokk- aðir og ennfremur allir í A2 og A2B flokkunum. Rh flokkunar- villurnar komu fram í því að 4 Rh-jákvæðir menn voru taldir Rh-neikvæðir. Auk þess voru niðurstöður 5 sinnum vafasam- ar, en áttu að sýna Rh-jákvæð- an flokk. Þessar 9 rannsóknir voru gerðar af byrjendum. sem voru að nota spjöldin í fyrsta, annað eða þriðja sinn, og komu villurnar annaðhvort af því að of mikið vatn hafði verið notað eða anti-D efnið verið leyst í sundur. Blóðflokkun sérrann- sóknarstofunnar var fólgin í ABO flokkun á blóðkornunum með krossprófi og 2 sérstökum Rh- flokkunum. Óvíst er hve oft þurfti að endurtaka rann- sóknir vegna ósamhljóða út- komu. Villur urðu hjá rann- sóknarstofunni af ruglingi á 0,Rh-neikvæðu, A,Rh-jákvæðu og AB,Rh-neikvæðu blóðj og 3 sýnishornum úr 0,Rh jákvæð- um mönnum. Talið að það hafi skeð þegar blóðið var tekið. Hérumbil 4800 niðurstöður ABO flokkuriar voru bornar saman við útkomur ABO flokk- unar, sem gerð var með gler- plötu aðferð. Við þennan sam- anburð urðu engar misfellur við flokkun á spjöldum, þar eð A3B flokkur var einnig talinn vera B með glerplötuaðferð- inni. Hinsvegar var eirin mað- ur í B flokki ranglega talinn til AB flokks með síðari að- ferðinni. Frá 17. marz 1953 hafa hér- umbil 30,000 spjöld verið not- uð án samanburðarrannsókna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.