Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.10.1956, Blaðsíða 34
108 LÆKN ABLAÐIÐ þurrum stað við 20°C og 37°C. Komist raki að þeim tapa þau sér fljótt við þennan hita, vegna þess að dextran er mjög vatns- sækið og getur í sterkri upp- lausn orsakað útfellingu á ser- umeggjahvítunni. Flokkunar- efni á nökkrum óvörðum spjöld- um urðu algerlega óvirk á ein- um votviðrasömum sumarmán- uði. ) Spjöldin skal nota í stofuhita. 1 37° hita verð’a Rh-efnabreyt- ingar dálítið sterkari en í 40° hita lítið eitt veikari, en það verður þeim mun meira áber- andi vegna þess að A og B efna- breytingar verða sterkari í þeim hita. 1 lágum hita er hætt- ara við óeiginlegum svörunum samtímis í öllum reitunum vegna kuldaagglutinina. Aukinn sökkhraði rauðra blóðkorna vegna hneigðar til rouleaux myndunar í blóðinu, sem verið er að rannsaka, hef- ur engin áhrif á efnabreyting- arnar á spjöldunum. Blóð úr sjúklingi með myeloma multi- plex með sökkhraða 176 mm/1 klst. gaf algerlega neikvæða svörun. iDiamond og Abelson (2) telja að Rh svörun með ófull- komnu flokkunarserum verði veikari með minnkandi blóð- kornafjölda í blóðinu. Þetta hefur ekki þau áhrif, sem búast mætti við, þegar aðferð 1 er n'otuð, vegna þess að með minnkandi blóðkornafjölda í háræðablóðinu, sem notað er, fylgir aukið plasmamagn og þar með aukin serum-dextran örfun. (sjá mynd 9). Hæmatok- ritgildið hefur þýðingu, vegna þess að kekkir (agglutinat) verða minni þar sem færri blóð- korn eru fyrir til þess að mynda þá. Þegar hæmoglobin % er 10 (miðað við Haldanes standard og fengið með serumþynningu) er erfitt að lesa efnabreytingar á spjaldinu. Sé hæmoglobin 20% er ekki erfitt að sjá þær í góðri birtu. Ef reitirnir verða mjög ljóslitaðir er æskilegt að prófið sé endurtekið með að- ferð 2. Sé gott flokkunarserum notað má oft fá greinilega og sterka agglutinatio á Ax blóði í anti-A reitnum, en blóð með veikum A2 eiginleika eða A2B gefur meðalsterka agglutinatio. A3 blóð gefur smá kekki á slétt- um grunni. Enn veikari A eig- inleiki (t. d. í A3B blóði), sem er mjög sjaldgæfur hefur ekki þýðingu í sambandi við blóð- gjafir og kemur stundum ekki fram á spjöldunum. Eftir mikla blóðgjöf geta blóðkorn blóð- gjafans verið yfirgnæfandi í blóði sjúklingsins. Einnig af þessari ástæðu þarf ætíð að framkvæma flokkun áður en blóð er gefið. Villur, sem fyrir kunna að koma: Áhrifum blóðleysis á hástigi, hins sjaldgæfa og veika A eig-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.